Háskóli Íslands

Ritið: 1/2005 - Orð og mynd - Tímarit Hugvísindastofnunar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstjórar eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir.
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands

Ritið 1/2005 er helgað þemanu ORÐ OG MYND og þar fjalla fimm fræðimenn um tengsl orða og myndar frá ýmsum sjónarhornum: Auður Ólafsdóttir gerir grein fyrir sambandi myndmáls og tungumáls í ljósi túlkunaraðferða listfræðinnar; Aðalsteinn Ingólfsson fjallar um mál í myndum Dieters Roth; Gunnar Harðarson kannar samspil texta og mynda í barnabókunum um Snúð og Snældu; Úlfhildur Dagsdóttir rekur kenningar á sviði sjónmenningarfræða þar sem hugmyndir um náttúrleika eða einfaldleika sjónrænnar skynjunar eru teknar til gagnrýnnar skoðunar og loks fjallar Rannveig Sverrisdóttir um myndrænan orðaforða táknmála.

Í heftinu birtast í íslenskri þýðingu greinarnar „List eftir heimspeki“ eftir bandaríska listamanninn og rithöfundinn Joseph Kosuth og „Retórík myndarinnar“ eftir franska táknfræðinginn Roland Barthes auk bókarkafla eftir W.J.T. Mitchell prófessor við Chicagoháskóla sem ber heitið „Myndir og mál. Nelson Goodman og málfræði mismunarins“. Þá fjallar Margrét Elísabet Ólafsdóttir um tvær nýlegar sýningarskrár Listasafns Íslands og síðast en ekki síst er birt í heftinu röð sex mynda Hugleiks Dagssonar sem ber heitið Bjargið okkur.

Hægt er að gerast áskrifandi að Ritinu á vefsíðu þess: www.hugvis.hi.is/ritid

Blaðsíðufjöldi: 
193
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-655-7
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200538
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is