Háskóli Íslands

Ritið 1/2007 - Tungumál

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gauti Kristmannsson og Ólafur Rastrick, ritstjórar
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands
Upphafsgrein Ritsins er beinskeytt og ítarleg greining Guðna Elíssonar á orðræðunni um hlýnun jarðar. Greinin tengist þannig þema heftisins sem er tungumál, en fjórar greinar fjalla um viðhorf til tungumálsins frá ólíkum sjónarhornum. 
Loftslagsmálin eru mjög á dagskrá og afar eldfim eins og sést af dagblaðaumræðu síðustu vikurnar. Í grein sinni fjallar Guðni um viðtökur umræðunnar um loftslagsbreytingar hér á landi allt frá fyrirtækjum sem leggja kapp á að búa söluvarningi sínum vistvæna ímynd til samfélagsskýrenda sem gefa lítið fyrir álit vísindamanna um yfirvofandi hlýnun. Guðni greinir orðræðuna hér á landi og setur hana í samhengi við þróunina á alþjóðavettvangi síðustu misseri. 
Málefni tungumálsins eru ekki síður í umræðunni, ekki síst vegna fjölgunar útlendinga í íslensku atvinnulífi. Í grein sinni fjallar Birna Arnbjörnsdóttir um breyttar samfélagsaðstæður í ljósi fjölgunar innflytjenda, einkum m.t.t. tungumálsins. Birna rökstyður að efla þurfi tvítyngi í því fjölmenningarsamfélagi sem við stöndum frammi fyrir; Hún gerir grein fyrir rannsóknum á aðgengi innflytjenda að nýju málsamfélagi, viðhorfum þeirra til móðurmálsins og greinir viðhorf innfæddra til íslensku sem töluð er með framandi hreim. 
Þrjár aðrar greinar fjalla um viðhorf til tungumálsins. Grein Unnar Dísar Skaptadóttur fjallar um afstöðu innflytjenda til íslensks máls, grein Rannveigar Sverrisdóttur er um viðhorf til táknmála og grein Hönnu Óladóttur tekur á viðhorfum Íslendinga til eigin tungumáls. 
Þá eru í Ritinu grein eftir Sigurð Pétursson um íslenska húmanista á sextándu öld og grein eftir Kristínu Loftsdóttur um Silvíu Nótt, Magna og hnattvæðingu hins þjóðlega. Að lokum birtist svo þýðing á grein Noam Chomsky um nýjar víddir í tungumálarannsóknum. Myndverk Ritsins að þessu sinni er eftir Önnu Jóa og ber titilinn Glímuskuggar. 
Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-774-7
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200743
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is