Háskóli Íslands

Ritið 1/2009 - Rómanska Ameríka

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstj. Ásdís Magnúsdóttir og Björn Þorsteinsson
Verð: 
ISK 3290 - Kilja
Háskóli Íslands

Þema heftisins er Rómanska Ameríka. Í því er m.a fjallað um kvikmyndagerð í Rómönsku Ameríku og þann einfaldaða veruleika sem endurspeglast í kvikmyndum samtímans. Rýnt er í hina margræðu skáldsögu mexíkóska rithöfundarins Carlosar Fuentes, Terra nostra. Flókinn heimur landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna er eitt viðfangsefna og líf og verk nunnunnar Sor Juana Inés del la Cruz frá Nýja Spáni sem hélt uppi vörnum fyrir tjáningafrelsi kvenna á 17.öld. Fjallað er um hinn umdeilda og orðhvassa forseta Venesúela Hugo Chavez og stjórnarhættir hans settir í samhengi við arfleifð "sterka mannsins" í Rómönsku Ameríku. Síðasta þemagreinin er helguð Haítí og er saga eyjunnar rakin frá 1697 til 2004. Einnig eru í heftinu þrjár greinar utan þema og tveir stuttir, þýddir bókmenntatextar eftir mexíkóska höfunda.

 

Yfirlit greina:

 

 • Rómanska Ameríka - Ásdís R. Magnúsdóttir og Björn Þorsteinsson

 

Þema greinar

 

 • Speglun og spegilmyndir. Saga kvikmyndagerðar í Rómönsku Ameríku - Hólmfríður Garðarsdóttir
 • Lesið í Terra nostra eftir Carlos Fuentes - Jón Thoroddsen
 • Þið hlustið aldrei á okkur. Landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í bókmenntum Mexíkana og Chicanóa - Kristín Guðrún Jónsdóttir
 • Undir brúnni - Rosaria Sanmiguel (þýð. Kristín Guðrún Jónsdóttir)
 • Sor Juana svarar fyrir sig. Skáld, fræðikona og femínisti á 17.öld - Kristín I. Pálsdóttir
 • Hugo Chávez, hinn sterki maður - Stefán Á. Guðmundsson
 • Núllstilling á Haíti - Peter Hallward
 • Röðin - Luis Humberto Crosthwaite (þýð. Kristín Guðrún Jónsdóttir)

 

Aðrar greinar

 

 • Kynlífspíslir Bess í Breaking the Waves. Ævintýri á hvíta tjaldinu í anda H.C Andersen - Annette Lassen
 • Margkunnar konur og óborin börn. Úr kvenlegum reynsluheimi á miðöldum - Auður Ingvarsdóttir
 • Málfrelsi og dönsku Múhameðsteikningarnar - Róbert H. Haraldsson
Blaðsíðufjöldi: 
200
Útgáfuár: 
2009
ISBN: 
978 9979 548 51 5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200949
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is