Háskóli Íslands

Ritið: 1/2010 - Safnafræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Helga Lára Þorsteinsdóttir ritstjórar
Verð: 
ISK 3290 - Kilja
Háskóli Íslands

Ritið 1/2010, tímarit Hugvísindastofnunar, er nú komið út. Heftið er að þessu sinni tileinkað safnafræðum.

 

Greinarnar í heftinu eru eftir sjö höfunda og er viðfangsefnið af ýmsu tagi.

 

  • Ástráður Eysteinsson, bókmenntafræðingur, skrifar grein sem heitir „Söfnun og sýningarrými: Um söfn, hefðarveldi og minningasetur.“
  • Valdimar Tr. Hafstein, þjóðfræðingur, ritar grein sem hann nefnir „Þekking, virðing, vald: Virtúósinn Ole Worm og Museum Wormianum í Kaupmannahöfn.“
  • Loftur Atli Eiríksson, menningarfræðingur, fjallar svo um „Menningarvæðingu viðskiptalífins“ 
  • Tinna Grétarsdóttir, mannfræðingur, nefnir sitt framlag „Á milli safna: útrás í (lista)verki.“
  • Katla Kjartansdóttir, þjóðfræðingur, nefnir sína grein „Mótmælastrengur í þjóðarbrjóstinu“
  • AlmaDís Kristinsdóttir, menntunarfræðingur, ræðir um safnfræðslu í „Safnfræðsla: staða og (ó)möguleikar.“
  • Hannes Lárusson, myndlistarmaður, er svo með myndaþátt sem hann nefnir „Doodling“ og leggur þar út af kroti í skjóli hrunsins.

 

Ritstjórar heftisins eru þau Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnafræðingur, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.

 

Ritið er ritrýnt tímarit og kemur út þrisvar á ári hjá Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
165
Útgáfuár: 
2010
ISBN: 
9789979549751
Tungumál: 
Verknúmer: 
u201015
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is