Háskóli Íslands

Ritið: 2/2004 - Fornleifafræði - Tímarit Hugvísindastofnunar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jón Ólafssson og Svanhildur Óskarsdóttir ritstj.
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands

Þema heftisins er Fornleifafræði. Í því eru fjórar greinar þar sem fjallað er um stöðu íslenskrar fornleifafræði. Einnig eru birtar þýðingar á tveimur greinum um kennilega fornleifafræði eftir þá Ian Hodder og Martin Carver. Í heftinu eru að vanda greinar sem ekki tengjast beint þema þess - Guðmundur Heiðar Frímannsson fjallar um tjáningarfrelsið í ljósi samtímaumræðu um frelsi fjölmiðla; Ólafur Páll Jónsson ritar grein sem hann nefnir „Undir hælum athafnamanna“ þar sem hann gagnrýnir m.a. harðlega stefnu umhverfisráðuneytisins í náttúruverndar- og friðlýsingarmálum; Baldur Hafstað fjallar um viðhorf Stephans G. Stephanssonar til frumbyggja Norður-Ameríku eins og þau birtast í kveðskap hans og Guðni Elísson tekur opnunarsýningu Þjóðminjasafnsins til rækilegrar athugunar í greininni „Frægðin hefur ekkert breytt mér.“ Þá er í heftinu umfjöllun Þrastar Helgasonar um nýjar þýðingar sem Bókmenntafræðistofnun hefur gefið út.

 

Þau sem vilja gerast áskrifendur að Ritinu eru beðin að snúa sér til Þórdísar Gísladóttur (thordigi@hi.is), verkefnisstjóra Hugvísindastofnunar.

 

Fleiri upplýsingar um Ritið er að finna hér: www.hugvis.hi.is/ritid

Blaðsíðufjöldi: 
258
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-54-638-7
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200506
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is