Háskóli Íslands

Ritið: 3/2005 - Miðaldir - Tímarit Hugvísindastofnunar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstjórar eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands

Ritið 3/2005, tímarit Hugvísindastofnunar, er helgað MIÐÖLDUM.

 

Þar er að finna níu greinar um íslensk og erlend miðaldafræði sem fjalla um ólík efni allt frá hinni frönsku Mélusine, ættmóðurinni með slönguhalann, sem er í brennidepli í grein Ásdísar Magnúsdóttur, til Magnúsar Jónssonar prúða, sýslumanns á Rauðasandi, en hann er viðfangsefni Sigurðar Péturssonar sem kannar tengsl Magnúsar við evrópskan húmanisma. 
Í heftinu eru tvær greinar um Íslendingasögur: Guðrún Nordal fjallar um vísur í ólíkum handritum Njáls sögu og Torfi Tulinius rýnir í Fróðárundur Eyrbyggju. Sverrir Tómasson ritar grein um hlutverk rímna í íslensku samfélagi á síðari hluta miðalda og Svanhildur Óskarsdóttir gerir grein fyrir kristilegum veraldarsögum, landnámi þeirra og viðgangi hérlendis. Þá skrifar Orri Vésteinsson grein um fjórar nýlegar bækur á sviði íslenskra miðaldafræða og Jón Ólafsson tekur til skoðunar nokkrar bækur sem komið hafa út nýverið og leitast við að miðla þáttum úr sögu vísindanna til almennings. 
Að vanda birtast í Ritinu þýðingar á eftirtektarverðum erlendum ritgerðum en höfundar þeirra eru að þessu sinni Daninn Preben Meulengracht Sørensen, Frakkinn Jacques Le Goff og Írinn Peter Brown. Í þessu hefti birtast einnig ljósmyndir sem Árni Einarsson hefur tekið úr lofti af garðlögum og öðrum fornminjum í Suður-Þingeyjarsýslu. 

 

Hægt er að gerast áskrifandi að Ritinu á vefsíðu þess: www.hugvis.hi.is/ritid

Blaðsíðufjöldi: 
231
Útgáfuár: 
2006
ISBN: 
9979-54-712-X
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200627
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is