Háskóli Íslands

Ritið 3/2006 - Stríð og friður - Tímarit Hugvísindastofnunar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Ólafur Rastrick ritstjórar
Verð: 
ISK 2800 -
Háskóli Íslands

Ritið 3/2006 er helgað STRÍÐI OG FRIÐI. Þar er að finna þrjár greinar sem snúa að því þema, þá eru þrjár greinar um bókmenntir og að venju eru myndverk og þýðing. 
Liz Stanley fjallar um heimildanotkun í sagnfræði, þá sérstaklega með tilliti til ljósmynda og skjala úr Búastríðinu. 
Gunnþórunn Guðmundsdóttir skoðar hvaða þýðingu það hefur þegar flett er ofan af fölsuðum ævisögum, í þessu tilviki manni sem þóttist hafa verið í fangabúðum nasista. 
Rósa Magnúsdóttir beinir sjónum að köldu stríði en þá verða til athyglisverðar hugmyndir og ímyndir um óvininn. Rósa bendir á hvernig viðhorf almennings í Sovétríkjunum til Bandaríkjanna tók breytingunum á mismunandi stigum kalda stríðsins. Að þessu sinni var valinn til þýðingar formáli að afmælisútgáfu bókarinnar Orientalism eftir palestínska bókmenntafræðinginn Edward W. Said. Bókin kom upphaflega út árið 1978, en afmælisútgáfan var gefin út árið 2003 þegar stríðið í Írak var nýhafið. Myndverkin í Ritinu eru eftir franska listamanninn 
Christian Boltanski sem er þekktur fyrir sérstaka ljósmyndaskúlptúra sem vísa oft og einatt í helförina. Bókmenntagreinarnar í heftinu eru um íslenska höfunda að þessu sinni. 
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um verk Kristínar Ómarsdóttur, Jón Karl Helgason skrifar ítarlega grein um sjálfsöguleg einkenni skáldsögu eftir Elías Mar og Magnús Fjalldal kannar enskar heimildir fyrir Gerplu Halldórs Laxness. 

Ritið kemur út þrisvar sinnum á ári. Þeir sem vilja gerast áskrifendur eru beðnir að snúa sér til Margrétar Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra Hugvísindastofnunar (mgu@hi.is). 

Blaðsíðufjöldi: 
171
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-759-4
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200724
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is