Saga viðskiptaráðuneytisins 1939-1994

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Hugrún Ösp Reynisdóttir

Í bókinni er saga viðskiptaráðuneytisins rakin frá upphafi til ársins 1994.  Dregið er fram hvernig viðskiptastefna stjórnvalda þróaðist frá höftum til viðskiptafrelsis þar sem frjáls samkeppni fyrirtækja, valfrelsi neytenda og leiðbeinandi hlutverk ríkisins eru ráðandi.  Lýst er hvernig ráðuneytið átti þátt í að móta umrædda stefnu og hvernig það kom að framkvæmd hennar. Sérstök áhersla er lögð á þá málaflokka sem lítið hefur verið fjallað um í fræðiritum, eins og Marshallaðstoðina, verðlagsmál, viðskipti við Austur-Evrópuríkin og efnahagssamvinnu Norðurlandanna. Ítarleg atriðaskrá er í bókinni og gefur henni handbókargildi. Bókin er gefin út í samvinnu viðskiptaráðuneytisins og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands.

BÓKIN VAR TILNEFND TIL VIÐURKENNINGAR HAGÞENKIS 2009.

Útgáfuár: 
2009
Blaðsíðufjöldi: 
218
ISBN: 
9789979548379
Verknúmer: 
U200918
Verð: 
ISK 5900