Saving the Child

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Ólöf Garðarsdóttir
Regional, cultural and social aspects of the infant mortality decline in Iceland, 1770-1920. 

During the first half on the nineteenth century, infant mortality in Iceland was considerably higher than in most other European countries. In fact, levels of infant mortality on this European periphery were comparable only with a few regions in central and northern Europe, all known for a tradition of artificial feeding of newborns or weaning in the first weeks of life. 
Iceland was not only unique for its high levels of infant mortality. The pace of decline, which came in the the nineteenth century, was even more striking. Thus, by the beginning of the twentieth century, infant survival in Iceland ranked among the best in the world. 
This book narrates the story of the struggle for improving survival chances for Icelandic children. It focuses mainly on the agents of change - most important of whom were the local midwives. 

Undanfarinn áratug hefur Ólöf Garðarsdóttir sinnt rannsóknum í félagssögu og liggja eftir hana allmargar greinar á því sviði. Aðstæður barna og unglinga hafa skipað mikilvægan sess í rannsóknum hennar; var doktorsverkefnið liður í norrænu rannsóknarverkefni um þróun ungbarna- og barnadauða á Norðurlöndum á tímabilinu 1750-1950. 

Í ritgerðinni fjallar Ólöf um þann mikilvæga árangur sem náðist í baráttunni við háan ungbarnadauða á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Fyrir þann tíma var ungbarnadauði á Íslandi með því hæsta sem gerðist í Evrópu og um miðbik 19. aldar gátu aðeins um tveir af hverjum þremur nýburum á Íslandi vænst þess að lifa fyrsta afmælisdaginn sinn. Eftir 1870 lækkaði ungbarnadauði á Íslandi mjög ört og fljótlega eftir aldamótin 1900 var hann með því allra lægsta sem gerðist í heiminum. 

Að baki hás ungbarnadauða á Íslandi liggja margþættar ástæður. Ekki fer þó að milli mála að meginástæða óvenju hás ungbarnadauða á Íslandi má rekja til þess að nýburar voru ýmist alls ekki lagðir á brjóst eða hafðir á brjósti í mjög skamman tíma. Á aðeins örfáum stöðum var brjóstagjöf almenn og þar var ungbarnadauði afar lágur á evrópskan mælikvarða. Hér er einkum um að ræða Þingeyjarsýslur og Reykjavík. Ólöf sýnir að á þessum stöðum voru menntaðar ljósmæður fleiri en annars staðar á landinu og margar þessara ljósmæðra höfðu menntast í Danmörku þar sem brjóstagjöf var mjög almenn. 

Ólöf færir rök fyrir því að auknar lífslíkur nýbura á Íslandi megi að verulegu leyti þakka fjölgun menntaðra ljósmæðra. Ljósmæður sinntu sængurkonum í um hálfan mánuð eftir fæðingu og fræddu þær meðal annars um brjóstagjöf. Einnig eru leiddar að því líkur að aukinn áhugi á þjóðfélagsmálefnum og bætt menntun kvenna almennt eigi ríkan þátt í þeirri miklu lækkun ungbarnadauðans sem varð hér á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. 

Útgáfuár: 
2002
Blaðsíðufjöldi: 
287
ISBN: 
91-7305-276-0
Verknúmer: 
U200219
Verð: 
ISK 3200 - Paperback