Háskóli Íslands

Síðustu forvöð

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorvaldur Gylfason
Verð: 
ISK 2980 - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands
Hvar stöndum við og hvert stefnum við? Bókin leggur brennandi spurningar fyrir lesandann. Hvers vegna eru laun á Íslandi svona lág? Hvað þarf til að lyfta þjóðinni upp úr láglaunabaslinu? Hvers vegna eru frændur okkar Írar ein fátækasta þjóð í Evrópu? Hvernig tókst Færeyingum að koma efnahagslífi sínu á kaldan klaka? Hverjir bera ábyrgðina? Hvers vegna eru Norðurlönd í kreppu? Hvað brást? Afhverju stafar atvinnuleysi? Hverjir hafa hag af því? Hvað getum við lært af hagvaxtarundrinu í Austur-Asíu? Hvers getum við orðið vísari af umskiptum Austur-Evrópulandanna frá miðstjórn til markaðsbúskapar? Hvernig er hyggilegast að haga svo gagngerum umskiptum, í áföngum eða einum rykk? Hvers eðlis er búverndarstefna Evrópusambandsins? Hvað kostar hún? Hvert leiðir hún? Eigum við samleið með Evrópu? Til hvers? Eigum við á hættu að missa bezta fólkið burt? Hvað getum við gert til að snúa vörn í sókn og halda unga fólkinu heima? Höfundur bókarinnar, Þorvaldur Gylfason, svarar þessum spurningum fyrir sitt leyti. Hann fjallar skýrt og skorinort um efnahagsógöngur Íslendinga undanfarin ár og setur þær í samhengi við ýmsar veilur í innviðum efnahagslífsins, hagstjórn og hagstjórnarfari heima fyrir og einnig við efnahagsþróun í öðrum löndum. Hann leiðir rök að því, að rætur efnahagsvandans hér heima liggi djúpt í innviðum samfélagsins, viðhorfum og hugarfari og teygi anga sína langt aftur í tímann og róttækra efnahags- og stjórnarfarsumbóta sé þess vegna þörf til að leiða Íslendinga út úr ógöngunum.
Blaðsíðufjöldi: 
237
Útgáfuár: 
1995
ISBN: 
9979-54-111-3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199547
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is