Háskóli Íslands

Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstj Jóhanna Einarsdóttir/Bryndís Garðarsdóttir
Verð: 
ISK 4490 - Kilja
Háskóli Íslands

Með rannsóknum á þroska og námi barna hefur verið sýnt fram á að ung börn búa yfir mikilli getu og eru fær um að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum sem þau varða.  Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er viðurkenndur réttur barna til að hafa áhrif á tilveru sína og að á þau sé hlustað.  Þetta hefur leitt til aukinnar áherslu á lýðræði í skólastarfi þar sem raddir barna hafi hljómgrunn og virðing er borin fyrir sjónarmiðum þeirra og hæfni til að taka ákvarðanir. 

 

Meginumfjöllunarefni þessarar bókar er sjónarmið barna og lýðræðislegir starfshættir í leikskólastarfi. Sérfræðingar í málefnum barna og leikskóla fjalla um rannsóknir þar sem sjónarmið og réttindi barna eru höfð að leiðarljósi. Bókin skiptist í átta kafla og í upphafi hvers kafla eru hugleiðingar leikskólabarna um ýmsa þætti sem snerta daglegt líf þeirra.

Bókin er ætluð kennaranemum , kennurum í leik- og grunnskólum, stefnumótunaraðilum og öðrum sem láta sig varða menntun yngstu borgaranna.

Blaðsíðufjöldi: 
163
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-821-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is