Háskóli Íslands

Skálduð skinn

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Sveinn Eggertsson
Verð: 
ISK 4900 - Kilja
Háskóli Íslands

Kvermin-fólkið býr í afskekktum dal í fjöllum Papúa Nýju-Gíneu og komst fyrst í samskipti við Vesturlandabúa á sjöunda áratug síðustu aldar. Í Skálduðum skinnum lýsir Sveinn Eggertsson mannfræðingur kynnum sínum af þessu magnaða fólki og gefur einstaka innsýn í lífshætti þess fyrr og nú.

Bókin segir frá lífsbaráttu Kvermin-fólksins í regnskóginum og lífsskilningi þess eins og hann kemur meðal annars fram í upprunasögum, alheimsmynd og þroskavígslum. Bókin er í senn þjóðlýsing og fræðileg ferðasaga með áherslu á hvernig fólkið upplifir lífheiminn á sérstæðan hátt. 

Földi mynda prýðir bókina. 

Sveinn Eggertsson lauk doktorsprófi frá háskólanum í Manchester 1997 og hefur síðan kennt mannfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áður gefið út bókina Transforming Skins sem fjallar um hugmyndir Kvermin um frjósemi og rétta félagslega hegðun.

Blaðsíðufjöldi: 
293
Útgáfuár: 
2010
ISBN: 
978 9979 54 891 1
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201024
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is