Háskóli Íslands

Sögukennsluskammdegið

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Loftur Guttormsson
Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Sögukennsluskammdegið - Rimman um sögukennslu og samfélagsfræði 1983-1984.
Þetta er þriðja bókin í ritröðinni Heimildarrrit í íslenskri uppeldis- og skólasögu. Hér birtist úrval heimilda um þær áköfu deilur sem urðu veturinn 1983-1984 um nýtt námsefni í samfélagsfræði og þátt Íslandssögu í henni. Deilurnar fóru einkum fram í dagblöðum en einnig í sölum Alþingis. Fullyrða má að um sé að ræða einhver hörðustu átök milli hefðarsinna og nýjungarsinna í uppeldis- og skólamálum sem sögur fara af hér á landi.
Hér birtist jafnframt lýsing Wolfgangs Edelstein uppeldisfræðings á námsgreininni samfélagsfræði svo og greining hans og Gunnars Karlssonar sagnfræðings á eðli og gangi umræðunnar. Hlynur Ómar Björnsson sagnfræðingur ritar ítarlegan inngang. Ritstjóri bókarinnar er Loftur Guttormsson.
Sögukennsla snertir náið álitaefni um sjálfsmynd Íslendinga og tengsl þeirra við umheiminn og á þessi bók því brýnt erindi við samtímann. Rimman, sem hér greinir frá, varpar líka skýru ljósi á þá hefð sem einkennir enn opinbera umræðu á Íslandi.

Blaðsíðufjöldi: 
334
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9979-54-995-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201240
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is