Háskóli Íslands

Starfsmenntun í atvinnulífi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ingi Rúnar Eðvarðsson
Verð: 
ISK 1390 -
Háskóli Íslands

Starfsmenntun í atvinnulífi leiðir í ljós hversu brýnt er að sinna nýliðafræðslu til að minnka starfsmannaveltu, fækka slysum og mistökum og skapa jákvæð tengsl við vinnustað frá fyrsta degi. Ennfremur er bent á að starfsmenntun er mikilvæg leið til að auka gæði vöru og þjónustu, minnka viðhald, auka starfsánægju og örva nýsköpun. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að starfsánægja er mikil meðal starfsfólks á vinnustöðum þar sem fræðslumálum er vel sinnt, slíkt starfsfólk er síður líklegt til að skipta um vinnustað og það telur í ríkari mæli að hæfileikar þess nýtist í starfi. 
Ritið er ætlað þeim sem sinna starfsmanna- og fræðslumálum og þeim sem hafa áhuga á framþróun íslensks atvinnulífs. 

Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor í stjórnun við Rekstrar- og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur ritað bækur og greinar um vinnumarkaðsmál, tæknibreytingar og hagsmunasamtök í prentiðnaði, byggðaþróun og háskóla og nýsköpun. 

Blaðsíðufjöldi: 
51
Útgáfuár: 
2003
ISBN: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200312
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is