Háskóli Íslands

Stjórnun og rekstur félagasamtaka

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir, ritstjórar
Verð: 
ISK 4900 - Kilja
Háskóli Íslands
Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Henni er ætlað að mæta brýnni þörf á aðgengilegu efni um stjórnun og rekstur sjálfboðaliðasamtaka og annarra félagasamtaka sem rekin eru án hagnaðarvonar. Þrátt fyrir vaxandi hlutdeild félaga af þessu tagi í almannaþjónustu á Íslandi og áhuga á að bæta stjórnun og rekstur þeirra til að mæta auknum verkefnum eru afar takmarkaðar upplýsingar á íslensku um viðfangsefnið. Erlendis hefur þetta svið verið í örri þróun og fjöldi bóka og fræðigreina hafa verið ritaðar um hvernig stjórnun og rekstur félagasamtaka lúta með ýmsum hætti öðrum lögmálum en einkafyrirtækja og opinberrra stofnana. Við erlenda háskóla er víða boðið upp á heildstætt meistaranám sem er ætlað að nýtast stjórnendum hins svokallaða þriðja geira. Viðfangsefni bókarinnar er umfangsmikið og var valin sú leið að skipta efni bókarinna í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um einstaka efnisþætti en í þeim síðari er yfirlit yfir stjórnun og rekstur ellefu íslenskra félagasamtaka og er því efni ætlað að nýtast sem stuðnings- og ítarefni fyrri hlutans. Umsagnir um bókina: Samtök almennings í þágu ólíkra málefn eru í vaxandi mæli hreyfilafl í lýðræði okkar og þjóðfélagsþróun, alþjóðlegri þátttöku og framtíðarsýn. Það er fagnaðarefni að fá nú í fyrsta sinn fræðilega umfjöllun um slíkt meginsvið íslensks samfélags. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Yfirgripsmikið og afar gagnlegt rit um þriðja geirann, mikilvægan þátt í íslensku samfélagi sem lýtur öðrum lögmálum en opinberar stofnanir eða einkafyrirtæki. Hún er leiðbeinandi og ómissandi fyrir þá mörgu sem tengjast frjálsum félagasamtökum og sjálfboðaliðastörfum og mjög fróðleg fyrir þá sem vilja kynnast skipan mála á þessum vettvangi. Ég mæli eindregið með þessari bók, hún verður innan seilingar á skrifborðinu mínu. Guðrún Agnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands og Almannaheillasamtaka Íslands. Félagasamtök lúta að mörgu leyti öðrum lögmálum en hefðbundin opinber starfsemi eða hreinn einkarekstur. Í þessari bók er að finna víðtækan fróðleik og leiðbeiningar um rekstur og starfsemi félagasamtaka sem nýtist öllum þeim sem koma að slíku starfi. Ég fagna mjög útgáfu bókarinnar enda löngu tímabært að veita fagleg og gagnleg ráð þá þessu sviði. Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér er um að ræða tímamótaverk. Bókin er í senn bæði fræðileg og hagnýt. Hún mun örugglega nýtast félagasamtökum í viðleitni þeirra að bæta og efla eigin satrfsemi. Aðgangur að bók sem þesari getur stuðlað að faglegri vinnubrögðum og jafnframt betri nýtingu fjármuna þeirra samtaka sem starfa í almannaþágu. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.
Blaðsíðufjöldi: 
398
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-805-8
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200805
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is