Háskóli Íslands

Stúlka, ljóð eftir íslenskar konur

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Helga Kress
Verð: 
5900
Háskóli Íslands
Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur er XI. bindið í ritröðinni Íslensk rit en ritstjórar eru Ásdís Egilsdóttir, dósent í íslenskum bókmenntum, og Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði, báðar við Háskóla Íslands.

Stúlka 

er sýnisbók ljóða eftir 43 íslenskar skáldkonur frá tímabilinu 1876 þegar fyrsta ljóðabókin eftir íslenska konu, Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur, kemur út og fram til okkar daga. Helga Kress valdi ljóðin og ritar vandaðan og ítarlegan inngang þar sem hún fjallar um ljóðagerð íslenskra kvenna frá upphafi fram til um það bil 1970 með sérstakri áherslu á stöðu þeirra í bókmenntasögu og bókmenntahefð, uppsprettu ljóðanna og 
viðtökur. Í úrvalinu eru persónuleg ljóð fremur en þau sem fjalla um opinber málefni og reynast konurnar mjög mikið fjalla um sjálfan skáldskaparvandann, það að vera kona og skáld, eins og segir í inngangi ritstjóra. 

Bókinni fylgir veglegur bókarauki sem er Skáldkvennatal og tekur það til allra nafngreindra skáldkvenna og ljóðabóka þeirra frá 1876 til 1995. Enn fremur er ljóðum hvers skálds fylgt úr hlaði með stuttu æviágripi skáldsins þar sem einnig er bent á mikilsverð atriði í ljóðagerð viðkomandi.

 

Blaðsíðufjöldi: 
439
Útgáfuár: 
1997
ISBN: 
9979-9011-5-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201232
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is