Háskóli Íslands

Svo fagurgrænar og frjósamar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir völdu og þýddu
Verð: 
ISK 3900 - Kilja
Háskóli Íslands
Smásagnasafn með sögum frá þremur eyríkjum í Karíbahafi: Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Í safninu eru sögur eftir þekkta rithöfunda frá tuttugustu öld.  Smásagnaritun á sér alllanga sögu í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaf hennar má rekja til nýlendutímabilsins þegar sögur og frásagnir birtust í króníkum og ýmsum ritum. Á 19. öld kemur nútímasmásagan fram á sjónarsviðið en undir lok aldarinnar og á 20. öld þróast hún, nær þroska og festir sig í sessi sem bókmenntagrein. Hinar spænsku-mælandi eyjar í Karíbahafi hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og hafa eignast marga afbragðsgóða smásagnahöfunda. Í þessu smásagnasafni sem kemur hér fyrir sjónir lesenda eru þrjátíu sögur frá eyjunum þremur: tíu frá Kúbu, tíu frá Púertó Ríkó og tíu frá Dóminíska lýðveldinu. Sögurnar spanna 20. öldina og voru valdar með það í huga að gefa yfirsýn yfir helstu strauma og höfunda aldarinnar. Þær eru fjölbreyttar að efni og gerð og varpa ljósi á sögu og líf fólks á systureyjunum þremur. Sögurnar fjalla um þræla, byltingar, sjálfstæðisbaráttu, kúgun, harðstjórn, ást, samkynhneigð, stöðu kvenna, sjálfsímynd og margt fleira.  Kristín Guðrún Jónsdóttir og Erla Erlendsdóttir völdu og þýddu sögurnar. Auk þess skrifa þær inngang um sögu landanna og smásögunnar þar á tuttugustu öld. Þrír fræðimenn frá eyjunum, Rogelio Rodríguez Coronel, prófessor við Háskólann í Habana, Helena C. Lázaro, prófessor við Sagrado Corazón háskólann á Púertó Ríkó og José Alcántara Almánzar, rithöfundur, háskólakennari og meningarfulltrúa seðlabanka Dóminíska lýðveldisins, gera einnig stuttlega grein fyrir stöðu smásagnaritunnar hver í sínu landi við upphaf nýrrar aldar.
Blaðsíðufjöldi: 
320
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-802-7
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200827
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is