Háskóli Íslands

Tálmar og tækifæri

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gretar L. Marinósson, ritstjóri
Verð: 
ISK 3900 - Kilja
Háskóli Íslands
Njóta nemendur með þroskahömlun sambærilegrar menntunar á við ófatlaða nemendur? Hvaða kröfur eru gerðar til þeirra í námi og hegðun? Hvernig er kennslan, námsskipulagið og námsmatið? Hvernig er félagslegum samskiptum nemenda háttað? Hvert er samstarf skóla við foreldra, sérfræðinga og aðrar stofnanir? Hvernig er staðið að undirbúningi undir starf? Hvernig skilja starfsmenn og foreldrar námsmöguleika nemenda með þroskahömlun? 
Bókin gerir grein fyrir rannsókn sem leitaði svara við ofangreindum spurningum – og mörgum fleiri. Hún var unnin af stórum hópi rannsakenda frá Kennaraháskóla Íslands, foreldra nemenda með þroskahömlun og kennara úr leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að það sem virðist greiða fyrir því að þessir nemendur fái menntun við hæfi í flestum almennum skólum er að þeir eru velkomnir í skólann, að fáir nemendur eru á hvern kennara, unnið er fagmannlega með nemendur og að menning skólans mótast af umhyggju og stuðningi. Það sem virðist torvelda að menntun þeirra sé sambærileg við það sem ófatlaðir nemendur fá er að skortur er á fjármagni og sérþekkingu kennara, að skólinn á erfitt með að stuðla að félagslegum samskiptum nemenda með og án fötlunar og að ófagmenntaðir starfsmenn verja oft drýgstum tíma allra fullorðinna með þessum nemendum. Það sem hefur mest áhrif á stöðu nemendanna eru frumforsendur skólans sem uppeldisstofnunar. Skólinn er “normal” staður og öll meiriháttar frávik í hegðun eða hugsun eru álitin vandamál sem þarf að laga. 
Blaðsíðufjöldi: 
301
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-780-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is