Háskóli Íslands

Þekkingarstjórnun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ingi Rúnar Eðvarðsson
Verð: 
ISK 3990 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Þekkingarstjórnun er í senn áhugavert og margbrotið viðfangsefni. Hún
miðar að því að skapa, skrá, vista, miðla og nýta þekkingu innan
fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem náð hafa hvað bestum árangri hafa mótað
skýra þekkingarstefnu og hrundið henni í framkvæmd. Þau hafa einnig
mótað heildarstefnu um notkun upplýsingakerfa, liðsvinnu og samskipti
starfsfólks, stjórnun og skipulag, þjálfun og launa- og hvatningarkerfi.
Þekkingarstjórnun hefur skilað ríkulegum árangri og má þar nefna að
nýsköpunarstarf hefur aukist til muna, framleiðslukostnaður hefur
stórlega lækkað, gæði vöru og þjónustu hafa aukist og þjónusta við
viðskiptavini hefur batnað. Þetta eykur mjög samkeppnishæfni fyrirtækja
og ætti að vera mikil hvatning til að hagnýta aðferðir
þekkingarstjórnunar í íslenskum fyrirtækjum.

Í bókinni er rakið upphaf og þróun þekkingarstjórnunar og hvaða árangri
stjórnendur telja að hún hafi skilað innan fyrirtækja. Ennfremur er gerð
grein fyrir nýlegri könnun þar sem athugað er hversu mörg íslensk
fyrirtæki hafi tekið hana í notkun og hvaða ávinningi hún hefur skilað.
Fjöldi mynda prýðir bókina.

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor í stjórnun við Viðskiptadeild
Háskólans á Akureyri. Hann hefur ritað bækur og greinar um prentiðnað,
stéttarfélög, vinnumarkað, háskóla og nýsköpun, mannauðsstjórnun og
þekkingarstjórnun.

Blaðsíðufjöldi: 
206
Útgáfuár: 
2004
ISBN: 
9979-834-44-7
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200462
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is