Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2014

Fimm verk þriggja höfunda hjá Háskólaútgáfunni fengu tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis 2014.

Guðrún Kristinsdóttir (ritstj.)
Ofbeldi á heimili. – Með augum barna. Háskólaútgáfan.
Merkilegt brautryðjandaverk sem á ríkt erindi við kennara, foreldra og alla sem láta sér annt um börn og velferð þeirra.
 
Kristján Jóhann Jónsson
Grímur Thomsen. – Þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald. Háskólaútgáfan.
Nýtt sjónarhorn á þjóðskáldið þar sem umfjöllun um ritstörf fléttast saman við nýstárlega greiningu á goðsögninni um Grím Thomsen.

Páll Skúlason
Háskólapælingar. – Um stefnu og stöðu háskóla í samtímanum;  Hugsunin stjórnar heiminum;  Náttúrupælingar. – Um stöðu mannsins í ríki náttúrunnar. Háskólaútgáfan.
Í þessum þremur ritum er varpað ljósi á ýmis brýnustu álitamál samtímans frá sjónarhóli heimspekinnar. Djúp hugsun helst í hendur við læsilegan texta.

Meira hér.