Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Kristín Hildur Sætran

Frjáls og öguð hugsun heimspekinnar höfðar ekki síst til ungs fólks sem þarf svigrúm til að spyrja spurninga út frá sínum eigin forsendum en jafnframt þann aga sem birtist í kröfunni um rökstuðning. Í bókinni er reynt að kynna og skýra þau verðmæti sem felast í ástundun heimspekinnar og sýna fram á kennslufræðileg, efnahagsleg og samfélagsleg gildi hennar. Sérstaklega er litið til framhaldsskólanema og leitast við að hlusta á raddir þeitta sjálfra. Í gagnrýninni hugsun heimspekinnar og sjálfstæðum vinnubrögðum felst virðing fyrir margbreytileika, þjálfun í að takast á við óvissu í spurn, forvitni, frelsi og ögun, allt þættir sem geta nýst í framhaldsskólum landsins. Kristín Hildur Sætran er M.Paed. í heimspeki og kennir við Háskólann í Reykjavík.

Útgáfuár: 
2011
Blaðsíðufjöldi: 
220
ISBN: 
9979548782
Verknúmer: 
U201001
Verð: 
ISK 3900 - Kilja