Háskóli Íslands

Tungumál veraldar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Baldur Ragnarsson
Verð: 
ISK 2600 - Kilja
Háskóli Íslands
Þessi bók er yfirlitsrit um tungumál og málaættir, hin fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Erfitt er að komast að niðurstöðu um fjölda tungumála jarðarbúa en þó má nefna tölu um eða yfir 4000 sem mætti líklega meira en tvöfalda ef mállýskur, sem rísa undir nafni, væru taldar með. Í þessari bók er getið 280 tungumála, þar á meðal nokkurra fornmála, blendingasmála og planmála, auk 95 málaætta og málaflokka og er alllmörgu lýst nokkuð ýtarlega. Bókin er uppflettirit þar sem málum og málaflokkum er raðað í stafrófsröð. Millivísanir fylgja hverri grein um einstök mál og málaflokka. 

Bók sem þessi ætti að vera fengur fyrir þá sem sérstakan áhuga hafa á tungumálum eða leggja fyrir sig mál, málvísindi eða málfræði af einhverju tagi. Jafnframt á hún erindi til almennings nú á tímum aukinna samskipta á alþjóðavettvangi.

Blaðsíðufjöldi: 
293
Útgáfuár: 
1999
ISBN: 
9979-54-382-5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199925
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is