Háskóli Íslands

Umhverfisréttur

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gunnar G. Schram
Verð: 
ISK 4500 - USD - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands

Verndun náttúru Íslands

Allir þeir sem áhuga hafa á náttúruvernd og umhverfismálum munu hafa
gagn af þessari bók. Í henni er að finna heldaryfirlit um öll lög og
reglur sem hér á landi gilda um þessi mikilvægu mál. Það er eitt stærsta
verkefni framtíðar að vernda landið og lífríki þess gegn mengun og
öðrum umhverfisspjöllum. Á sama hátt verðum við að gæta þess að spilla
ekki auðlindum sjávar sem þjóðarbúskapur Íslendinga byggist á.

Lögin eru grundvöllur skynsamlegrar stefnumótunar í náttúruvernd og
umhverfismálum. Þau vísa veginn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda lands
og sjávar. Í þessari bók er fjallað í ljósu og glöggu máli um öll ákvæði
laga um náttúruvernd, mengun láðs, lofts og lagar, veiðar fiska og dýra
og skipulagsmál í þéttbýli og á miðhálendinu.

Jafnframt er í fyrsta sinn gerð grein fyrir skuldbindingum Íslands í
umhverfismálum samkvæmt EES-samningnum og allir alþjóðasamningar skýrðir
sem Ísland er aðili að í þeim efnum.

Bókin er mikilvægt upplýsingarit fyrir alla áhugamenn um náttúruvernd en
einnig nauðsynleg handbók fyrir alla þá sem starfa að umhverfismálum
hér á landi.

Höfundur er Gunnar G. Schram, lögfræðiprófessor. 

Blaðsíðufjöldi: 
388
Útgáfuár: 
1995
ISBN: 
9979-54-117-2
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199564
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is