Háskóli Íslands

Upphaf Evrópusamvinnu Íslands

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Einar Benediktsson, Ketill Sigurjónsson og Sturla Pálsson
Verð: 
ISK 2850 - USD - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands

 Upphaf Evrópusamvinnu Íslands fjallar um haftatímann frá 1945-60. Fyrsti
hlutinn byggir að verulegu leyti á reynslu Einars Benediktssonar
sendiherra af störfum hans sem fulltrúa hjá OEEC í París árin 1956-60.
Einar rekur framvindu samvinnunar sem leiddi til afnáms þeirra
viðskiptagirðinga er einangruðu öll ríki Evrópu eftir heimsstyrjöldina
síðari.

Í skrifum Einars má glöggt sjá, að upphaf Evrópusamstarfsins á
áðurnefndu tímabili er mun tengdara síðari tímum en margur myndi ætla.
Íslendingar voru eftirbátar annarra þjóða við afnám hafta og báru m.a.
fyrir sig fiskveiðideiluna við Breta og löndunarbannið sem fylgdi í
kjölfar hennar. Í öðrum hluta bókarinnar,"Skjölin í Flórens", rekur
Ketill Sigurjónsson lögfræðingur, mikilvægi OEEC við lausn
fiskveiðideilna Breta og Íslendinga. Ketill dregur fram í dagsljósið
ýmis skjöl sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Í þriðja og
síðasta hluta bókarinnar fjallar Sturla Pálsson hagfræðingur um eðli
viðskiptahafta og afleiðingar þeirra. Sturla notar kenningar
almannavalsfræðinnar til að skýra hvers vegna þröngir hagsmunahópar geta
komið á og viðhaldið viðskiptahindrunum á kostnað fjölmennra og
sundurleitra hópa. Ennfremur hvernig þessar kenningar kom heim og saman
við þann veruleika skömmtunar og hafta sem almenningur á Íslandi bjó við
fram til 1960.

Blaðsíðufjöldi: 
158
Útgáfuár: 
1994
ISBN: 
9979-54-088-5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199461
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is