Háskóli Íslands

Útlendingurinn

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Albert Camus /Ásdís R. Magnúsdóttir þýddi
Verð: 
ISK 3900 - USD 25 - Kilja
Háskóli Íslands

Út er komin í nýrri þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur skáldsagan
Útlendingurinn eftir Albert Camus.  Þetta fræga skáldverk kom fyrst út í
Frakklandi árið 1942. Þar segir frá skrifstofumanninum Meursault sem
fær sér kaffi og sígarettu við kistu látinnar móður sinnar vegna þess að
honum þykir kaffi gott og langar að reykja. Við jarðarförina er hann
þjakaður af hita og brennandi sól en finnur ekki til sorgar. Þegar hann
verður svo manni að bana í óbærilegu sólskini er hann dæmdur fyrir að
hafa jarðað móður sína með hjarta glæpamanns.

Útlendingurinn er
ein af perlum heimsbókmenntanna og kemur nú öðru sinni fyrir
almenningssjónir hér á landi í nýrri þýðingu Ásdísar. Hún ritar einnig
eftirmála um ævi höfundarins og verk hans. Í bókarlok er viðauki með
hugleiðingum og æfingum fyrir nemendur.  Bókin er fimmta verkið í
tvímála útgáfu á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum. Önnur verk sem hafa komið út í ritröðinni eru leikritið
Yerma eftir spænska skáldið Federico García Lorca, Umskiptin eftir
rithöfundinn Franz Kafka, Gustur úr djúpi nætur. Ljóðasaga Lorca á
Íslandi og Villa á öræfum eftir Pálma Hannesson.

Árið 2004 reið
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum á vaðið með útgáfu
ritraðar tvímála texta á Íslandi. Stofnunin fetaði þar með í fótspor
bókmenntaþjóða þar sem löng hefð er fyrir slíkum útgáfum. Tvímála útgáfa
getur verið margþætt og miðar meðal annars að því að gera textann
aðgengilegri fyrir áhugafólk um bókmenntir og gefa nemendum sem leggja
stund á viðkomandi tungumál tækifæri til að rýna jöfnum höndum í
frumtextann og þýðinguna.

Það er von Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur að unnendum heimsbókmennta þyki fengur að þýðingunni og
að hún nýtist einnig þeim sem hafa áhuga á franskri tungu og menningu.

Ritstjóri Útlendingsins er Irma Erlingsdóttir

Blaðsíðufjöldi: 
272
Útgáfuár: 
2009
ISBN: 
978-9979-54-826-3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200859
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is