VIÐ BRÚN NÝS DAGS

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Þorleifur Friðriksson

Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906 - 1930

Í bókinni er sagt frá kjarabaráttu, stjórnmálaafskiptum og öðru
félagsstarfi Dagsbrúnarmanna. Rætt er hvers vegna Dagsbrún varð eingöngu
félag fyrir verkakarla en verkakonur urðu að stofna sérstakt félag. Um
leið er hér mikil saga af lifnaðarháttum alþýðu Reykjavíkur á
tímabilinu, kjörum hennar og lífsháttum, fæði, klæðum og húsnæði,
atvinnu og atvinnuleysi. Samskipti Dagsbrúnarmanna við erlend verkalýðs-
og stjórnmálasamtök eru könnuð rækilega, enda koma heimildir bókarinnar
meðal annars frá Kaliforníu, Moskvu, Amsterdam, Stokkhólmi og
Kaupmannahöfn.
Bókin kemur út í samvinnu Háskólaútgáfunnar,
Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Eflingar stéttarfélags, arftaka
Dagsbrúnar. Bókin er gefin út í ritröð Sagnfræðistofnunar,
Sagnfræðirannsóknum, og er 19. bindi hennar.
Þorleifur Friðriksson
sagnfræðingur lauk doktorsprófi frá Lundarháskóla 1990. Hann vann um
árabil að rannsóknum á sögu Dagsbrúnar og félagsmanna hennar, og birtist
hér fyrsti hlutinn af afrakstri þeirra.
Bókin er með fjölda ljósmynda frá sögutímanum.

Útgáfuár: 
2007
Blaðsíðufjöldi: 
394
ISBN: 
978-9979-54-737-2
Verknúmer: 
U200651
Verð: 
ISK 5300 - USD - Harðspjaldabók