Háskóli Íslands

Við og hinir

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gísli Pálsson, Haraldur Ólafsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ritstjórar
Verð: 
ISK 2700 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Rannsóknir í mannfræði

Flestar greinanna eru að stofni til fyrirlestrar frá ráðstefnu, sem
haldin var í september 1996 til að minnast tímamóta í sögu
mannfræðiiðkunar á Íslandi. Um leið var haldið uppá tuttugu ára afmæli
félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, en frá upphafi deildarinnar hefur
mannfræði verið kennd á hennar vegum.

Markmið þeirra, sem standa að þessu riti, er að leiða í ljós þá grósku
og fjölbreytni sem einkennt hefur mannfræðirannsóknir á Íslandi á
síðustu árum. Bókin skiptist í fjóra hluta: fortíð og nútíð, nær og
fjær, samsemd og sjálfsmynd, og líkami og samfélag.

Greinahöfundar eru sumir hverjir komnir langt að með framandleg
vettvangsgögn í farteskinu. Aðrir hafa leitað á vit fjarlægra tíma,
ýmist með félagsleg eða líffræðileg viðfangsefni í huga. Enn aðrir hafa
beint sjónum að samtíma sínum og heimaslóðum.

Greinahöfundar, auk ritstjóra, eru: Agnar Helgason, Arnar Árnason,
Halldór Stefánsson, Hjörleifur Jónsson, Inga Dóra Björnsdóttir, Kristín
Loftsdóttir, Magnús Einarsson, Níels Einarsson, Pia Monrad Christensen,
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Sveinn Eggertsson, Una Strand Viðarsdóttir
og Unnur Dís Skaptadóttir.

Bókin er fyrsta ritið í ritröð Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands og er
það tileinkað dr. Jens Ó. P. Pálssyni prófessor, fyrrverandi
forstöðumanni stofnunarinnar.

Blaðsíðufjöldi: 
257
Útgáfuár: 
1997
ISBN: 
9979-93-250-3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199756
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is