Háskóli Íslands

Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jóhannes Karl Sveinsson
Verð: 
ISK 2700 - USD - Kilja
Háskóli Íslands

Þessi ritgerð eftir Jóhannes Karl Sveinsson hrl. á sviði verktakaréttar,
er fyrsta ritið í ritröð Lagastofnunar. Í ritgerðinni er að finna
yfirlit um íslenska réttarframkvæmd á þessu sviði og dregnar ályktanir
um gildandi reglur af íslenskum dómsúrlausnum. Reynt er að skýra og
greina þau atvik sem geta veitt verktaka heimild til viðbótarkrafna.
Hagnýtt gildi ritgerðarinnar er því ótvírætt fyrir lögmenn, lögfræðinga,
verkfræðinga og aðra tæknimenn sem starfa á þessu sviði, enda oftar en
ekki sem ágreiningur rís um þessi atriði í verktakasamningum.

Markmiðið
með útgáfu ritraðar Lagstofnunar Háskóla Íslands er að gefa út lengri
fræðilegar ritgerðir um lögfræðileg efni, sem eru síður til þess fallnar
að birtast í hefðbundnum lögfræðitímaritum á borð við Tímarit
lögfræðinga og Úlfljót. Útgáfa ritraðarinnar er þannig fyrst og fremst
hugsuð til þess að koma á framfæri efni, sem hefur fræðilegt og hagnýtt
gildi fyrir lögfræðinga og aðra, sem yrði e.t.v. ekki gefið út ella. Þá
er einnig gert ráð fyrir að rit, sem eru afrakstur rannsókna í lögfræði,
en ekki tilbúin til endanlegrar útgáfu, verði í ritröðinni. Slíkt er
þekkt hjá rannsóknastofnunum í lögfræði á öðrum Norðurlöndum.

Blaðsíðufjöldi: 
139
Útgáfuár: 
2006
ISBN: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200602
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is