Háskóli Íslands

Vísindin heilla

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstj. Guðmundur G. Haraldsson
Verð: 
ISK 5300 - USD - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands

Bókina prýða 30 greinar eftir íslenska vísindamenn úr hópi fyrrum
nemenda og samstarfsmanna Sigmundar Guðbjarnasonar, prófessors í
efnafræði og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands. Inngangskafla ritar
dr. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Bókin skiptist í þrjá
hluta. Fyrst er persónulegur hluti er tengist Sigmundi. Þar er að finna
líflega samantekt um lífshlaup Sigmundar sem fylgt er eftir með
lífsferilskrá. Þar eru rakin menntun, störf, helstu afrek og
viðurkenningar ásamt skrá yfir birt fræðileg ritverk Sigmundar og þau
erindi sem hann hefur haldið á opinberum vettvangi.

Stærstur
hluti bókarinnar er greinar af margvíslegum toga sem samstarfsmenn og
nemendur Sigmundar rita og kennir þar margra grasa. Greinarnar koma inn á
ýmis svið efnafræði, lífefnafræði, matvælafræði, líffræði, lyfjafræði
og læknisfræði. Einnig eru greinar almennara eðlis er tengjast
starfsvettvangi Sigmundar og þeirri fjölbreytni sem einkennir hann. Loks
samanstendur þriðji hluti bókarinnar af tveimur ritrýndum
vísindagreinum tveggja af fyrrum samstarfskonum Sigmundar á
rannsóknastofu hans á Raunvísindastofnun.

Bókin „VÍSINDIN
HEILLA“ höfðar til áhugamanna um rannsóknir og vísindi á sviði
lífvísinda, leikra sem lærðra, og er þarft framlag til íslenskra rita á
því sviði. Bókinni ritstýrði Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í
efnafræði við Háskóla Íslands. Eftirtalin fyrirtæki studdu útgáfuna með
myndarlegum fjárstuðningi: Lýsi hf., Össur hf., Actavis hf.,
Mjólkursamsalan ehf. og Íslenska járnblendifélagið hf.

Sigmundur
Guðbjarnason, prófessor í efnafræði og fyrrverandi rektor Háskóla
Íslands, einn af frumkvöðlum háskólakennslu í efnafræði og rannsókna í
lífefnafræði á Íslandi, varð 75 ára á seinasta ári. Af því tilefni var
ákveðið að gefa út afmælisrit honum til heiðurs, „VÍSINDIN HEILLA“, og
var Sigmundi afhent ritið við hátíðlega athöfn í Skólabæ við Suðurgötu
21. maí 2007. Ritið er mjög veglegt og spannar yfir 500 blaðsíður.
Fremst í ritinu er heillaóskaskrá.

Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2006
ISBN: 
978-9979-54-745-7
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200655
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is