Whaling in the North-Atlantic

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar: 
Guðrún Pétursdóttir (Ed.)

Economic and Political Perspectives Commercial
whaling is a controversial subject for many reasons. Biological
arguments for and against whaling have been at the centre of the debate
between conservationists and those who wish to utilize whales as a
marine resource. This volume however, presents papers from an
international conference in Reykjavík, where political and economic
aspects of the whaling question were debated with reference to
international law and regulations. Practices of relevant international
organizations in the current political climate were also explored and
discussed.

 

Í mars 1997 gengust Sjávarútvegsstofnun HÍ og High North Alliance
fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um pólitíska og hagræna þætti tengda
hvalveiðum í Norður-Atlantshafi. Í samnefndu ráðstefnuriti eru 13
greinar auk lista yfir íslensk og erlend heiti hvala í Norðurhöfum og
skýringar á helstu hugtökum sem málið varðar. Meðal atriða sem tekið er á
eru: Hvalastofnar í Norður-Atlantshafi og sjálfbær nýting; hvernig
samrýmast alþjóðalög og samþykktir sem lúta að vernd dýra, alþjóðalögum
og samþykktum um frelsi í viðskiptum? Hvaða áhrif hafa
viðskiptahindranir og aðgerðir náttúruverndarsinna haft á útflutning
hvalveiðiþjóða? Hvaða markaðir eru fyrirsjáanlegir fyrir hvalaafurðir?
Hver eru möguleg áhrif hvalveiða á útflutning Íslendinga? Einnig er gerð
grein fyrir afstöðu áhrifamikilla fjölþjóðlegra samtaka, eins og Aþjóða
hvalveiðiráðsins, NAMCO, CITES (nefndir um alþjóðaviðskipti með afurðir
af dýrum í útrýmingarhættu) og WTO (World Trade Organisation).

Útgáfuár: 
1997
Blaðsíðufjöldi: 
157
ISBN: 
9979-54-213-6
Verknúmer: 
U199746
Verð: 
ISK 1550 - USD 15 - Paperback