
Safn þýðinga á ljóðum argentínska skáldsins og rithöfundarins sem birst hafa í blöðum og tímaritum á Íslandi. Hér er á ferðinni tvímála útgáfa þar sem frumtexti birtist við hlið þýðingar. Fjölmargir þýðendurhafa fengist við að yrkja ljóð Borgesar á íslensku og hafa sum þeirra veriðþýdd oftar en einu sinni. Lesanda gefst hér færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með fræðilegum inngangi Hólmfríðar Garðarsdóttur um ævi og yrkisefni skáldsins. Í bókinni er einnig áður óbirt smásaga Matthíasar Jóhannessen og umfjöllun um áhrif norrænna bókmennta á skrif Borgesar. Í bókarlok er svo greining á ljóðum hans og leiðbeiningar um ljóðagreiningu. Er það von aðstandenda verksins að ljóðaunnendum þyki fengur í ljóðasafninu og að það megi einnig nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á spænskri tungu.