Háskóli Íslands

Almennir útgáfuskilmálar

Frumhlutverk Háskólautgáfunnar er þjónustustarfsemi við starfsmenn Háskóla Íslands er tengist útgáfu prentaðs máls og efnis á tölvutæku formi. Við útgáfu ritrýnds efnis eru gerðar kröfur í samræmi við ströng alþjóðleg viðmið. Háskólaútgáfan selur veitta þjónustu og höfundar þeirra verka er hún tekur að sér eru fjárhagslega ábyrgir fyrir útgáfuverkum sínum, eða einstakar rannsóknastofnanir skólans fyrir þeirra hönd. Hér á eftir fer lýsing á verkferli útgáfunnar er skýrir einstaka ábyrgðar- og verkþætti höfunda og útgáfu: 

 • Höfundur/stofnun leggur fram handrit sem metið er af útgáfunefnd HÚ hvort hæft er til útgáfu.     
 • Gerð er frum-kostnaðaráætlun miðað við fyrirliggjandi lýsingu handrits, eðli þess og umfang. 
 • Höfundur/stofnun leggur fram fjárhagslega tryggingu fyrir útgáfukostnaði.
 • Þegar samþykkt handrit liggur fyrir, er stofnað sérstakt verknúmer í bókhaldi HÍ fyrir bókina. Kostnaðaráætlun er færð á útgáfusamning þar sem tilgreindir eru framleiðsluþættir og kostnaður þeirra ásamt verkáætlun fyrir útgáfuna og vinnu hennar. 
 • Höfundur eða forstöðumaður stofnunar undirritar samninginn ásamt forstöðumanni HÚ 
 • Höfundur/stofnun greiðir grunngjald til útgáfunnar kr. 500.000
 • Höfundar, stofnanir eða aðrir verkbeiðendur bera fjárhagslega ábyrgð á útgáfuverkum sínum. Forstöðumaður útgáfunnar veitir nánari upplýsingar um skilmála útgáfunnar.

Gjaldinu er ætlað að mæta tilkostnaði útgáfunnar við aðstöðu og nauðsynlegan tækjabúnað; frumundirbúning útgáfunnar, s.s. áætlanagerð, öflun tilboða og samskipti við verktaka sem koma að verkinu; kynningar- og markaðsstarf; allan almennan pappírs- og póstkostnað sem og skrifstofukostnað. Grunngjald miðast við útgáfu á 250 bls. bók. Séu bækur lengri að umfangi eða þarfnast viðamikillar ritstjórnar er greitt sérstaklega fyrir þá vinnu sem umfram er. Þannig felst í grunngjaldi samræming og tveir yfirlestrar (m.v. samning FÍBÚT og Rithöfundasambands Íslands).

Útgáfan selur vinnu við hvert verk, s.s. umbrot og kápuhönnun eða annast milligöngu þar um. (Sjá nánar um gjöld vegna umsjónar með ritrýni undir fyrirsögninni RITRÝNI.)

Útgáfan sér um dreifingu og sölu allra bóka, sem og kynningu þeirra gagnvart helstu fjölmiðlum. Einnig kynningar á markhópa með auglýsingum á Facebook og er sá kostnaður er af kynningunni hlýst innifalinn í Grunngjaldi.

 • Auglýsingar eru gjaldfærðar sérstaklega 
 • Söluþóknun útgáfunnar er 30% af skilaverði (útsöluverð – 11% vsk – söluþóknun verslana 30-35%) 
 • Lagergjöld reiknast ekki.
 • Hagnaður af útgáfu bóka skiptist til helminga á milli höfundar/stofnunar og Háskólaútgáfu.
 • Styrkir sem útgáfuverk hafa hlotið, s.s. ritstjórnarstyrkur, styrkur frá Miðstöð íslenskra bókmennta, útgáfustyrkir Rannís o.s.frv., skulu lagðir inn á verknúmer viðkomandi bókar.

 

Háskólaútgáfan annast dreifingu og kynningu erlendis á ritrýndum bókum sem og öðru efni sem talið er eiga  erindi á erlendan markað, vestan hafs og austan.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is