Háskóli Íslands

Bókabörn

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Dagný Kristjánsdóttir
Verð: 
5900

Barnabækur eru ekki einfalt bókmenntasvið og barnabókahöfundar eru ekki börn. Persónur barnabókanna eru búnar til af fullorðnum og endurspegla hugmyndir samtímans um það hvað börn séu eða ættu að vera, hvernig skuli koma fram við þau, hvort eigi að kenna þeim eða skemmta, refsa þeim eða tilbiðja þau, samsama sig þeim eða finnast þau alveg óskiljanleg. Í Bókabörnum eru hugmyndir manna um börn og bernsku raktar og sagt frá fyrstu bókunum sem íslenskum börnum voru ætlaðar.

Hugmyndir manna um barnabókahöfundinn og hlutverk hans hafa breyst samhliða vaxandi athygli og áhuga á börnum. Fyrstu höfundarnir sem skrifuðu um og fyrir börn á Íslandi voru mótaðir af bernskuhugmyndum síns tíma og mótuðu sjálfir hugmyndir lesendi barna og komandi kynslóða um bernskuna. Þessir höfundar eru Jónas Hallgrímsson, Nonni, Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Magnús Bjarnason. Þeir skrifuðu fyrir börn og þess vegna voru þeir barngerðir, lesendur sáu þá í ljósi bóka sinna og bókabarna, en allir voru þeir flóknir og athyglisverðir persónuleikar, alþjóðlegir, dramatískir og gefnir fyrir gjörninga. Bernskan sem þeir lýsa er paradís, líf þeirra var það ekki.

Blaðsíðufjöldi: 
302
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9979-54-929-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201414

Bókabörn sú allra besta bók sem ég ef lesið á ævinni. Hugsanlega betri en símaskráin 1994.

Jónas Sen - Morgunblaðið 20.nóvember 2014
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is