Almennt efni

Andvari 2021

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ármann Jakobsson
Verð: 
3900

Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar prófessors í Edinborg. Höfundur er Torfi H. Tulinius, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Torfi fjallar þar rækilega um helstu verk Hermanns á sviði norrænna fræða en hann var mikilvirkur fræðimaður og þýðandi.  

Í Andvara er að þessu sinni minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er 150 ára í ár og af því tilefni hefur Arnór Gunnar Gunnarssont sagnfræðingur tekið saman grein um síðustu 50 árin í sögu félagsins. Einnig ritar Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar grein í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá heimkomu handritanna til Íslands. 

Aðrar greinar í heftinu eru eftir fræðimennina Birnu Bjarnadóttur, Hauk Ingvarsson, Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur, Kristínu Ingvarsdóttur, Guðrúnu Steinþórsdóttur, Hannes Pétursson, Svein Einarsson og Sigrúnu Júlíusdóttur.  

Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson. Þetta er 146. árgangur Andvara en hinn 63. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 217 síður. Aðsetur ritsins eru nú hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.  

Blaðsíðufjöldi: 
216
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
977-0258-377-01-45
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202110

Á fjarlægum ströndum – tengsl Spánar og íslands í tímans rás

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir
Verð: 
6900

Á fjarlægum ströndum er safn greina eftir fjórtán höfunda. Víða er komið við í samskiptasögu landanna og má finna margt forvitnilegt sem hefur tengt löndin allt fram á okkar daga. Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson fjalla um ferðir Íslendinga um Jakobsveginn fyrr og síðar, en við sögu koma m.a. Hrafn Sveinbjarnarson og Thor Vilhjálmsson. Már Jónsson segir frá hvalveiðum Spánverja við strendur Íslands á 17. öld og Baskavígunum svokölluðu og Ragnheiður Mósesdóttir rekur samskipti íslenskrar konu og spænsk hvalfangara sem kom til Íslands á þeim tíma. Stefán Svavarsson tekur fyrir viðskipti með saltfisk og vín og Róbert Sigurðarson gerir grein fyrir þátttöku Íslendinga í spænsku borgarastyrjöldinni. Þórarinn Sigurbergsson segir frá íslenskum tónlistarmönnum sem hafa farið til Spánar í gítarnám og Erla Erlendsdóttir og Karl Jóhannsson taka saman yfirlit um upphaf sólarlandaferða Íslendinga. Kristín Guðrún Jónsdóttir rekur sögu spænskra bókmenntaverka sem hafa verið þýdd á íslensku og Enrique Bernárdez, helsti þýðandi íslenskra bókmennta á spænsku, segir frá þýðingum íslenskra bókmenntaverka á spænsku. Núria Frías fylgir úr hlaði með skrá yfir þessi þýddu verk. Sigrún Á. Eiríksdóttir gerir sögu spænskukennslu á Íslandi skil og Erla fjallar um spænsk tökuorð í íslensku og íslensk tökuorð í spænsku. Matthew Driscoll greinir frá merkum spænskum handritum í safni Árna Magnússonar; einnig er sagt frá íslenskum handritum sem geyma sögur af landafundum Spánverja í Vesturheimi.

Í bókarlok eru minningarbrot Íslendinga sem hafa dvalið lengri eða skemmri tíma á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar og Spánverja sem hafa búið á Íslandi til lengri tíma.

Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. 

Blaðsíðufjöldi: 
422
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-248-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202027

Fléttur V – #MeToo

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Elín Björk Jóhannsdóttir, Kritín I. Pálsdóttir, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
Verð: 
5900

Fimmta hefti ritraðar RIKK er tileinkað #MeToo og baráttu kvenna gegn áreitni og ofbeldi. Í bókinni nálgast höfundar efnið frá fjölbreytilegu sjónarhorni. #MeToo er sett í sögulegt samhengi innan kvennahreyfingarinnar. Fjallað er um hvernig ótti kvenna við kynferðisofbeldi birtist í íslenskum bókmenntum. Frásagnir kvenna sem störfuðu sem ráðskonur á síðari hluta 20. aldar af kynbundnu ofbeldi eru teknar til skoðunar.

Sjónum er beint að því viðhorfi sem konur mæta í heilbrigðis­ kerfinu og fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á heilsu þeirra. Auk þess er vikið að hugmyndum ungra karlmanna um kynheilbrigði og #MeToo. Rýnt er í sálrænar afleiðingar margþættrar mismununar í garð fatlaðra kvenna og það kerfislæga misrétti sem #MeToo­ - sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi afhjúpa. Spurt er hvort #MeToo - ­hreyfingin bjóði upp á möguleika á breyttum mannskilningi og lausn undan hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar og rýnt er í mótstöðuna gegn #MeToo. 

Fléttur er ritröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fléttum er ætlað að kynna niður­stöður jafnréttisrannsókna og koma á framfæri fræðilegum greinum um kvenna­ og kynjafræði, femínisma og jafnréttismál í víðum skilningi. 

 

Blaðsíðufjöldi: 
272
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-247-2
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202016

Mobility and Transnational Iceland

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Loftsdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Verð: 
4500

Iceland has increasingly been tangled in a dense network of various mobilities, leading to the growing transnational character of Icelandic society. This means that Iceland is involved in and affected by different forms of exchange and flows of ideas, capital, objects and people: emigration, immigration; involving foreign workers, refugees, human trafficking, business trips, educational and cultural transfer, and tourism.

This edited volume brings together researchers focusing on Icelandic society from the per- spective of mobility and transnational connections. The chapters are based on inter- disciplinary research bringing in different ways highlighting the complex implications of mobilities and transnationalism for the Icelandic state, institutions, society and culture.

The project was funded by Grant of excellence by Rannís, the Icelandic Centre for Research.

 
Blaðsíðufjöldi: 
266
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-226-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201921

Kynþáttafordómar – í stuttu máli

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristín Loftsdóttir
Verð: 
3600

Ekki er langt síðan margir héldu því fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum að kynþáttafordómar heyrðu nú sögunni til. Pólitískar sviptingar og uppgangur popúlistaflokka á síðastliðnum árum hafa aftur á móti dregið slíka fordóma aftur fram í dagsljósið sem eitt af stóru viðfangsefnum samtímans. Á Íslandi vaknar reglulega umræða um fordóma af þessu tagi, þeir eru jafnan fordæmdir en einnig velta menn vöngum yfir því hvað þeir séu og hvort og hvernig þeir séu hluti af íslenskum veruleika.

Í bókinni Kynþáttafordómar – í stuttu máli eru kynþáttahugmyndir teknar til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að gefa greinargóða skýringu á kynþáttafordómum í ljósi nýlegrar fræðilegrar umræðu og hins vegar að sýna hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma. 

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
124
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-245-8
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202013

Vá! Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Verð: 
4900

Hvers vegna segjum við: ,,Vá!" frammi fyrir ægifögru landslagi? Hvað meinum við með því? Við erum sammála um að upplífun af náttúrufegurð hefur ótvírætt gildi fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir samfélgaið í heild en hvernig getum við rætt um slíka upplifun og þar með rökstutt verndun náttúrufegurðar? Í þeim ritgerðum sem hér er að finna er leitast við að svara spurningum sem þessum með greiningu á þeim upplifunum, hugtökum og orðræðu sem vekja þær.

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún er jafnframt lektor við Listaháskóla Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
180
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-243-4
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202028
Stofnanir: 

Rannsóknir í viðskiptafræði I

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson
Verð: 
5995

Viðskiptafræði er fjölbreytt fræðigrein innan félagsvísinda með margvísleg tengsl við aðrar greinar. Þessi bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, hefur að geyma niðurstöður ólíkra rannsókna sem endurspegla margbreytileika fræðigreinarinnar. Lesendur fá innsýn í viðamikinn fræðaheim sem spannar meðal annars nýsköpun, opinbera stjórnsýslu, mannauðsstjórnun, sjávarútveg, utanríkisþjónustu, stjórnun, iðnað, orku, verslun og þjónustu. 

Í Rannsóknum í viðskiptafræði I leiða saman hesta sína fjölmargir kennarar Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands ásamt sérfræðingum úr atvinnulífinu. Allir kaflarnir eru byggðir á eigin rannsóknum höfunda og hafa verið ritrýndir. Þetta er fyrsta bókin í nýrri ritröð um rannsóknir í viðskiptafræði og á hún erindi við alla þá sem vilja kynna sér það efni, ekki síst stjórnendur fyrirtækja og hjá hinu opinbera. Bókin ætti einnig að höfða til nemenda í viðskiptafræði og tengdum greinum. 

Blaðsíðufjöldi: 
300
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-233-5
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201926

Hvílíkt torf – Tóm steypa! Úr torfhúsum í steypuhús

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Hjörleifur Stefánsson
Verð: 
5900

Bókin Hvílíkt torf – tóm steypa! fjallar um þá byltingu í húsagerð sem varð þegar Íslendingar yfirgáfu torfbæinn og tóku að byggja úr steinsteypu. Árið 1900 var efnt til mikillar rannsóknar sem átti að leiða til niðurstöðu um hvernig byggja ætti í framtíðinni. Upplýsingum um byggingarhætti um land allt var safnað. Heimildir byggingarrannsóknarinnar er aðaluppistaða bókarinnar og veita þær einstaka innsýn í lokaskeið torfhúsahefðarinnar. Einnig er gerð grein fyrir mótunarsögu steinsteypuhúsanna á fyrstu áratugum 20. aldar og hvernig torfhúsamenning var yfirgefin með trega. 

  • Bókin opnar leið inn í hugarheim Bjarts í sumarhúsum.
Blaðsíðufjöldi: 
384
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-244-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202012

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2021

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson og Jón Árni Friðjónsson
Verð: 
3450

Almanak hins íslenska þjóðvinafélags byggir á Almanaki fyrir Ísland 2021 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 147. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið en Jón Árni Friðjónsson ritstýrir árbók fyrir árið 2019.

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og  gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakin­u eru stjörnukor­t, kort sem sýnir áttavitaste­fnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna  yfirlit um hnetti himingeims­ins, mælieining­ar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborg­um­ þeirra. Af nýju efni má nefna grein um gríðarlega fjölgun gervitungla sem breytt gæti ásýnd himinhvolfsins. Fjallað er um þá hnetti sólkerfisins sem flokkast sem dvergreikistjörnur og vikið að þeirri spurningu hvort líf sé á reikistjörnunni Mars. Loks eru í almanakin­u upplýsingar um helstu merkisdaga nokkur ár fram í tímann.

 
Blaðsíðufjöldi: 
216
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-246-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202102

Gleymið ekki að endurnýja - saga Happdrættis Háskóla Íslands

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Stefán Pálsson
Verð: 
6900

Fyrsti útdráttur Happdrættis Háskóla Íslands fór fram í Iðnó þann 10. mars árið 1934 að viðstöddu fjölmenni. Á undraskjótum tíma urðu miðakaup í Háskólahappdrættinu fastur liður í heimilishaldi stórs hluta Íslendinga, sem gerðu sér ferð í hverjum mánuði til umboðsmanns síns til að endurnýja. Háskólahappdrættið hefur fylgt þjóðinni upp frá þessu og staðið straum af byggingu og viðhaldi alls húsnæðis Háskóla Íslands auk þess að styðja við vísindastarf á ýmsan hátt.

Í sögu Happdrættis Háskóla Íslands tekur Stefán Pálsson sagnfræðingur saman ýmsa þræði. Hann rekur byggingarsögu Háskólans, deilur Íslendinga um happdrættismál og þróun hvers kyns happdrættisleikja hér á landi sem erlendis. Sagt er frá átökum á bak við tjöldin og rifjuð upp ýmis áform sem ekki urðu að veruleika. Fjöldi mynda prýðir þessa rúmlega 400 síðna bók sem kemur skemmtilega á óvart.

Kaupa 

 

Blaðsíðufjöldi: 
416
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-240-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201928

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is