Íslenska

Málið er - Greinasafn 1980–2020

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson
Verð: 
6900

Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 15. janúar 1946 og er því 75 ára þegar þetta greinasafn kemur út honum til heiðurs.

Málið er hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra er- inda eftir Höskuld. Auk þess hefur hann tekið saman inngang þar sem hann gerir grein fyrir skipulagi og efnistökum bókarinnar. Ritunartíminn spannar fjóra áratugi. Efnið er allt á íslensku og endurspeglar nokkur helstu rannsóknar- svið hans og hugðarefni, þ.e.a.s. hljóðkerfisfræði, bragfræði, setninga- fræði, málkunnáttufræði, samanburð íslensku og færeysku, málvöndun og málfræðikennslu. Bókin ætti að höfða til málfræðinga, íslenskukennara, háskólanema í íslensku og málvísindum og annarra fróðleiksfúsra lesenda.

Höskuldur lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1969, fyrrihlutaprófi í almennum málvísindum frá háskólanum í Kiel 1972, kandídatsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum 1979. Frá 1980 til 2016 var hann prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands en var í leyfi árin 1991– 1995 og gegndi þá stöðu gistiprófessors við Harvard. Árið 2008 var honum veitt viðurkenning Háskóla Íslands fyrir mikilsvert framlag til rannsókna og 2009 hlaut hann verðlaun úr Ásusjóði Vísindafélags Íslands. Hann hefur unnið ötullega að samstarfi málfræðinga, miðlun þekkingar og fræðslu jafnt til fræðimanna sem almennings. Meðal annars var hann í samtals 25 ár ritstjóri tímaritsins Íslenskt mál.

Blaðsíðufjöldi: 
522
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-249-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202031

Tíðni orða í tali barna

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jóhanna Thelma Einarsdóttir o.fl.
Verð: 
5900

Þessi orðtíðnibók er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi um tíðni orða í talmáli barna. Hún sýnir hvaða orð börnunum er tamast að nota þegar þau tjá sig á íslensku í samræðum við fullorðna. Orðtíðnibókin byggir á margra ára vinnu við söfnun málsýna af tali barna og afritun þeirra. Heildarfjöldi orða (lesmálsorða) sem liggur til grundvallar er 100.107, mismunandi orðmyndir eru 7.883 og fjöldi flettiorða er 3.879. 

Orðtíðnibókin er framlag til að auka þekkingu á málfærni barna sem tala íslensku. Henni er ætlað að nýtast við kennslu á grunnorðum í íslensku fyrir börn með málþroskaröskun og börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku. Auk þess getur hún nýst við kennslu í háskólum um málfærni og máltöku barna og við þróun námsefnis til að efla færni í íslensku.

 

Blaðsíðufjöldi: 
534
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-227-4
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201922

Sigurtunga

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason
Verð: 
5900

Þessi bók er safn greina um vesturíslenskt mál og menningu eftir tuttugu höfunda. Þær tengjast nýjum rannsóknum á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu og bókmenntir vesturfaranna og þróun þeirrar íslensku sem hefur verið töluð vestra. Íslenskan í Vesturheimi, vesturíslenska, er svokallað erfðarmál, en svo nefnast þau mál sem innflytjendur og afkomendur þeirra tala í samfélagi þar sem annað tungumál er ríkjandi. Rannsóknir á eðli og örlögum slíkra mála hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim á undanförnum árum og rannsóknir á vesturíslensku eru framlag til þeirra fræða. Í bókinni er að finna yfirlit um þessar rannsóknir og sögu og bókmenntir vesturfaranna og afkomenda þeirra. Þótt sumar greinarnar fjalli um flókin fræðileg efni er lagt kapp á framsetning þeirra sé aðgengileg, enda er bókin ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á vesturíslenskum málefnum.

Ritstjórar eru Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skrifar formálsorð.

Blaðsíðufjöldi: 
418
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-191-8
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201811

Á vora tungu

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ari Páll Kristinsson og Haukur Þorgeirsson
Verð: 
6900

Kristján Árnason, fv. prófessor við Háskóla Íslands, varð sjötugur 26. desember 2016. Þetta rit er gefið út honum til heiðurs í tilefni afmælis hans og starfsloka.

Bókin hefur að geyma úrval tímaritsgreina og bókarkafla eftir hann, 21 talsins. Um er að ræða efni sem birst hefur undanfarna þrjá til fjóra áratugi á ýmsum vettvangi, á Íslandi og erlendis. Fengur er að því að fá efnið nú saman- tekið í einu riti. Kristján hefur áður gefið út viðamiklar bækur, einkum um hljóðkerfi og bragfræði, en þessi bók fyllir inn í heildarmynd af rannsóknum hans. Jafnframt hefur Kristján nú bætt við inngangskafla þar sem hann setur efnið í samhengi og segir frá meginhugmyndum greina og kafla ritsins. Efninu er skipt í þrjá þætti: (I) Málvistfræði og kenningar, (II) Af málræktarfundum og (III) Hljóðþróun og málsaga.

Kristján Árnason starfaði við háskólakennslu og rann- sóknir í um 40 ár og vann ásamt fleirum að uppbygg- ingu íslenskra málvísinda. Jafnframt hefur hann getið sér framúrskarandi gott orð fyrir fræðistörf sín á alþjóða- vettvangi. Háskólakennsla hans spannaði meginsvið íslenskrar málfræði sögulega og samtímalega en ekki hvað síst hljóðkerfisfræði, bragfræði og félagslega málfræði. Kristján hefur einnig samið kennslubækur í íslenskri málfræði. Hann sat um árabil í Íslenskri mál- nefnd og var formaður hennar 1989–2001.

Blaðsíðufjöldi: 
424
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-184-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201810

Hljóð og hlustun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir
Verð: 
3800

Hljóð og hlustun er kennslubók í framburði og hlustun og er ætluð byrjendum í íslensku sem öðru máli. Fjallað er um framburð einstakra hljóða og vísað í hlustunarefni á netinu með æfingum sem tengjast bókinni. Einfaldar skýringarmyndir hjálpa nemendum að auka orðaforða sinn um leið og þeir æfa framburð.

Blaðsíðufjöldi: 
90
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9979-853-51-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201604

Tilbrigði III - Sérathuganir

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson o.fl.
Verð: 
4850

Þriðja bindi verksins Tilbrigði í íslenskri setningagerð er komið út. Í þessu bindi er fjallað nánar um mörg þeirra tilbrigða sem sagt var frá í fyrri bindum og reynt að skýra eðli þeirra. Þar má nefna orðaröð í aukasetningum, vaxandi notkun vera að með sögnum af ýmsu tagi (sbr. Ég er ekki að skilja þetta), eignarsambönd með forsetningunni hjá (Hundurinn hjá henni dó í gær), frumlagsfall í vesturíslensku (Hann þótti gott í staupinu), verkaskiptingu framsöguháttar og viðtengingarháttar  (Hann spyr hvort hann á að kaupa ...), breytileika í setningagerð fornmáls, þolanlega og óþolandi þolmynd o.s.frv.

Í bókinni eru alls 12 greinar, en einnig sýnishorn af þeim spurningalistum sem voru notaðir í Tilbrigðaverkefninu, ritaskrá og atriðisorðaskrá fyrir öll þrjú bindin. Bókin er 360 síður og ritstjórar eru Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson.

 

Blaðsíðufjöldi: 
360
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-182-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201809

Tilbrigði II

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson o.fl.
Verð: 
4850

Bókin greinir frá niðurstöðum úr viðamiklu rannsóknarverkefni sem halut svonefndan Öndvegisstyrk frá rannsóknarsjóði (2005-2007). Einsgo nafnið vendir til var markmið verkefnisins að kanna útbreiðslu og eðli helstu tilbrigða í setningagerð íslensks máls og fá þannig glögga vitneskju um það hvert þróunin stefndi. Fjölmörg atriði voru rannsökuð og sem dæmi má nefna þessi: orðaröð, fall andlags og frumlags (þar með talin svokölluð þágufalssýki), þolmynd (meðal annars nýja þolmyndin) og notkun framsöguháttar og viðtengingarháttar.

Bókin er gefin út í þremur bindum. Fyrsta bindi fjallar um markmið verkefnisisn, aðferðafræði og þann efnivið sem rannsóknin byggist á. Í öðru bindi er tölfræðilegt yfirlit yfir helstu niðurstöður en í þriðja bindi eru birtar sérransóknir á völdum tilbrigðum. Höfundar eru málfræðingar og framhaldsnemar í málfræði við Háskóla Íslands og stofnanir tengdar honum.

Blaðsíðufjöldi: 
364
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-23-107-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201540

Æfingar - Ásamt frönsku, sænsku og þýsku orðasafni

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Margrét Jónsdóttir
Verð: 
3300
Háskóli Íslands

Í þessari bók eru æfingar til að þjálfa nemendur í þeim atriðum í beygingum og setningagerð íslensku sem fjallað er um í Íslensku fyrir útlendinga. Æfingaheftið skiptist í fjóra hluta og hver þeirra í sex kafla eins og bókin þannig að samhliða notkun er mjög auðveld. Í bókinni eru þrjú orðasöfn: íslenskt - franskt, íslenskt - sænskt og íslenskt - þýskt.

Blaðsíðufjöldi: 
182
Útgáfuár: 
1990
ISBN: 
978-9979-853-30-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200933

Íslensk bragfræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

í bókinni er fjallað um regluverkið sem fylgt hefur íslenskum kveðskap frá öndverðu. Þar má nefna hrynjandina eða taktinn í braglínum, bragliði eða kveður, rímið sem skreytir braginn og síðast en ekki síst stuðlasetninguna þar sem nákvæmni regluverksins nær hámarki og framstöðuhljóð orðanna leika aðalhlutverkið. Víða um Norður-Evrópu var forðum kveðið eftir þessum bragreglum en nú er það helst í íslenskum kveðskap sem þær lifa enn góðu lífi. Hinum bragfræðilegu útskýringum fylgir mikill fjöldi dæma eftir ljóðasmiði frá öllum tímum, rösklega eitt hundrað skáld og hagyrðinga, konur og karla, ung skáld og aldin, þekkt og óþekkt. Þau eru sálin í bókinni. Án þeirra væri hún ekki til.

Blaðsíðufjöldi: 
173
Útgáfuár: 
2013
ISBN: 
978-9935-23-015-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201328

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is