Kynjafræði

Fléttur V – #MeToo

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Elín Björk Jóhannsdóttir, Kritín I. Pálsdóttir, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
Verð: 
5900

Fimmta hefti ritraðar RIKK er tileinkað #MeToo og baráttu kvenna gegn áreitni og ofbeldi. Í bókinni nálgast höfundar efnið frá fjölbreytilegu sjónarhorni. #MeToo er sett í sögulegt samhengi innan kvennahreyfingarinnar. Fjallað er um hvernig ótti kvenna við kynferðisofbeldi birtist í íslenskum bókmenntum. Frásagnir kvenna sem störfuðu sem ráðskonur á síðari hluta 20. aldar af kynbundnu ofbeldi eru teknar til skoðunar.

Sjónum er beint að því viðhorfi sem konur mæta í heilbrigðis­ kerfinu og fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á heilsu þeirra. Auk þess er vikið að hugmyndum ungra karlmanna um kynheilbrigði og #MeToo. Rýnt er í sálrænar afleiðingar margþættrar mismununar í garð fatlaðra kvenna og það kerfislæga misrétti sem #MeToo­ - sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi afhjúpa. Spurt er hvort #MeToo - ­hreyfingin bjóði upp á möguleika á breyttum mannskilningi og lausn undan hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar og rýnt er í mótstöðuna gegn #MeToo. 

Fléttur er ritröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Fléttum er ætlað að kynna niður­stöður jafnréttisrannsókna og koma á framfæri fræðilegum greinum um kvenna­ og kynjafræði, femínisma og jafnréttismál í víðum skilningi. 

 

Blaðsíðufjöldi: 
272
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-247-2
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202016

Trans barnið - Handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Stephanie Brill og Rachel Pepper
Verð: 
4900

Síðustu ár hafa æ fleiri trans börn stigið fram á Íslandi. Oft og tíðum hafa þau mætt litlum skilningi í samfélaginu og jafnvel fordómum. Spurningar um kyntjáningu og kynvitund hafa brunnið á foreldrum þeirra og öðrum aðstandendum.

Trans barnið byggist á áralangri meðferðarvinnu og viðtölum höfundanna við trans börn, börn með ódæmigerða kyntjáningu og aðstandendur þeirra. Bókin leiðir fjölskyldur og fagfólk í gegnum mörg grundvallaratriði fræðanna og áleiðis inn í ferðalagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Það getur verið flókið, stundum erfitt en á sama tíma þroskandi og lærdómsríkt. Tekist er á við spurningar eins og hvað kynvitund er, hvernig er að koma út, hvað kynleiðrétting er og ekki síst hvernig hægt er að bregðast við þessu öllu saman.

Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem birtist á íslensku. Trausti Steinsson kennari þýddi en rýnihópur á vegum námsbrautar í kynjafræði við Háskóla Íslands staðfærði og lagaði að íslenskum aðstæðum.

Blaðsíðufjöldi: 
248
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-215-1
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201908
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is