Málvísindi

Málið er - Greinasafn 1980–2020

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson
Verð: 
6900

Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 15. janúar 1946 og er því 75 ára þegar þetta greinasafn kemur út honum til heiðurs.

Málið er hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra er- inda eftir Höskuld. Auk þess hefur hann tekið saman inngang þar sem hann gerir grein fyrir skipulagi og efnistökum bókarinnar. Ritunartíminn spannar fjóra áratugi. Efnið er allt á íslensku og endurspeglar nokkur helstu rannsóknar- svið hans og hugðarefni, þ.e.a.s. hljóðkerfisfræði, bragfræði, setninga- fræði, málkunnáttufræði, samanburð íslensku og færeysku, málvöndun og málfræðikennslu. Bókin ætti að höfða til málfræðinga, íslenskukennara, háskólanema í íslensku og málvísindum og annarra fróðleiksfúsra lesenda.

Höskuldur lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1969, fyrrihlutaprófi í almennum málvísindum frá háskólanum í Kiel 1972, kandídatsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum 1979. Frá 1980 til 2016 var hann prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands en var í leyfi árin 1991– 1995 og gegndi þá stöðu gistiprófessors við Harvard. Árið 2008 var honum veitt viðurkenning Háskóla Íslands fyrir mikilsvert framlag til rannsókna og 2009 hlaut hann verðlaun úr Ásusjóði Vísindafélags Íslands. Hann hefur unnið ötullega að samstarfi málfræðinga, miðlun þekkingar og fræðslu jafnt til fræðimanna sem almennings. Meðal annars var hann í samtals 25 ár ritstjóri tímaritsins Íslenskt mál.

Blaðsíðufjöldi: 
522
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-249-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202031

Tíðni orða í tali barna

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jóhanna Thelma Einarsdóttir o.fl.
Verð: 
5900

Þessi orðtíðnibók er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi um tíðni orða í talmáli barna. Hún sýnir hvaða orð börnunum er tamast að nota þegar þau tjá sig á íslensku í samræðum við fullorðna. Orðtíðnibókin byggir á margra ára vinnu við söfnun málsýna af tali barna og afritun þeirra. Heildarfjöldi orða (lesmálsorða) sem liggur til grundvallar er 100.107, mismunandi orðmyndir eru 7.883 og fjöldi flettiorða er 3.879. 

Orðtíðnibókin er framlag til að auka þekkingu á málfærni barna sem tala íslensku. Henni er ætlað að nýtast við kennslu á grunnorðum í íslensku fyrir börn með málþroskaröskun og börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku. Auk þess getur hún nýst við kennslu í háskólum um málfærni og máltöku barna og við þróun námsefnis til að efla færni í íslensku.

 

Blaðsíðufjöldi: 
534
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-227-4
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201922

Sigurtunga

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason
Verð: 
5900

Þessi bók er safn greina um vesturíslenskt mál og menningu eftir tuttugu höfunda. Þær tengjast nýjum rannsóknum á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu og bókmenntir vesturfaranna og þróun þeirrar íslensku sem hefur verið töluð vestra. Íslenskan í Vesturheimi, vesturíslenska, er svokallað erfðarmál, en svo nefnast þau mál sem innflytjendur og afkomendur þeirra tala í samfélagi þar sem annað tungumál er ríkjandi. Rannsóknir á eðli og örlögum slíkra mála hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim á undanförnum árum og rannsóknir á vesturíslensku eru framlag til þeirra fræða. Í bókinni er að finna yfirlit um þessar rannsóknir og sögu og bókmenntir vesturfaranna og afkomenda þeirra. Þótt sumar greinarnar fjalli um flókin fræðileg efni er lagt kapp á framsetning þeirra sé aðgengileg, enda er bókin ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á vesturíslenskum málefnum.

Ritstjórar eru Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skrifar formálsorð.

Blaðsíðufjöldi: 
418
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-191-8
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201811

Á vora tungu

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ari Páll Kristinsson og Haukur Þorgeirsson
Verð: 
6900

Kristján Árnason, fv. prófessor við Háskóla Íslands, varð sjötugur 26. desember 2016. Þetta rit er gefið út honum til heiðurs í tilefni afmælis hans og starfsloka.

Bókin hefur að geyma úrval tímaritsgreina og bókarkafla eftir hann, 21 talsins. Um er að ræða efni sem birst hefur undanfarna þrjá til fjóra áratugi á ýmsum vettvangi, á Íslandi og erlendis. Fengur er að því að fá efnið nú saman- tekið í einu riti. Kristján hefur áður gefið út viðamiklar bækur, einkum um hljóðkerfi og bragfræði, en þessi bók fyllir inn í heildarmynd af rannsóknum hans. Jafnframt hefur Kristján nú bætt við inngangskafla þar sem hann setur efnið í samhengi og segir frá meginhugmyndum greina og kafla ritsins. Efninu er skipt í þrjá þætti: (I) Málvistfræði og kenningar, (II) Af málræktarfundum og (III) Hljóðþróun og málsaga.

Kristján Árnason starfaði við háskólakennslu og rann- sóknir í um 40 ár og vann ásamt fleirum að uppbygg- ingu íslenskra málvísinda. Jafnframt hefur hann getið sér framúrskarandi gott orð fyrir fræðistörf sín á alþjóða- vettvangi. Háskólakennsla hans spannaði meginsvið íslenskrar málfræði sögulega og samtímalega en ekki hvað síst hljóðkerfisfræði, bragfræði og félagslega málfræði. Kristján hefur einnig samið kennslubækur í íslenskri málfræði. Hann sat um árabil í Íslenskri mál- nefnd og var formaður hennar 1989–2001.

Blaðsíðufjöldi: 
424
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-184-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201810

Málheimar - Sitthvað um málstefnu og málnotkun

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ari Páll Kristinsson
Verð: 
4300

Þessi bók fjallar um málstefnu og málnotkun. Íslenskt mál og málsam- félag kemur þar mikið við sögu en markmið höfundar er að lesandinn sjái það ekki aðeins frá íslenskum sjónarhóli enda á margt í íslenskri málstefnu og málstýringu hliðstæður annars staðar í heiminum. 

Í bókinni er lögð áhersla á að skýra muninn á stöðu tungumála og formi þeirra. Rætt er um stöðu tungumála í mismunandi ríkjum, minni- hlutamál og innflytjendamál, og vikið að stöðu íslensku og fleiri tungu- mála gagnvart heimstungunni ensku. Svolítið er fjallað um samspil tungumáls og sjálfsmyndar hópa og gerð er grein fyrir ýmsum mikil­ vægum hugtökum í málræktarfræði, svo sem málstefnu, málstýringu og málstöðlun. Fjallað er um mismunandi eiginleika málfræðireglna og mun á lýsandi og vísandi málfræði. Þá er hugað að mismunandi mál- sniði og breytilegri málnotkun eftir aðstæðum. Þar koma m.a. við sögu hugtökin rétt og rangt mál og gott og vont mál. Sagt er frá hreintungu- stefnu, sem sett hefur mark sitt á ýmis tungumál, og í því sambandi koma tökuorð og nýyrði í íslensku m.a. við sögu. 

Ari Páll Kristinsson er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum.

Blaðsíðufjöldi: 
214
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-150-5
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201707

Approaches to Nordic and Germanic Poetry

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristján Árnason o.fl.
Verð: 
5900

The theme of this book is the structure and ideological significances of old Germanic poetic form as it lived on in Iceland and to some extent in other related cultures.

Among the subjects discussed are the so–called alliterative revival in England in the 14th centuryand the persistence of traditional styles in Icelandic poetry down to the 19th century. An international team of authors considers the rules for verb placement and alliteration, the metrical entanglement of kennings in the Icelandic dróttkvætt, and different ways of analysing Eddic and other old Germanic forms, reinterpreting or even replacing Eduard Sievers' Funftypensystem.

Blaðsíðufjöldi: 
350
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-121-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201617

Skrifaðu bæði skýrt og rétt

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson
Verð: 
5900

Bókin „Skrifaðu bæði skýrt og rétt. Fræðileg skrif, ritrýni og ritstjórn“ eftir Höskuld Þráinsson, prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands, er hugsuð sem handbók og kennslubók, annars vegar ætluð þeim sem fást við fræðileg skrif af einhverju tagi og hins vegar þeim sem þurfa að meta slík skrif eða leiðbeina um þau, þar á meðal háskólanemum, háskólakennurum, fræðimönnum, rannsóknamönnum, ritstjórum, ritrýnum og yfirlesurum fræðilegs efnis.

Í bókinni er meðal annars fjallað um skipulag og framsetningu fræðilegra texta og mismunandi markmið þeirra, fræðilega röksemdafærslu, heimildanotkun og gagnrýninn lestur. Gerð er grein fyrir ólíkum kröfum til tímaritsgreina, námsritgerða og fræðibóka og fjallað um ritstuld og einkenni hans. Einnig er leiðbeint um ráðstefnuútdrætti, styrkumsóknir, rannsóknaráætlanir, ýmiss konar ritrýni og mat á fræðilegum skrifum.

Höskuldur Þráinsson hefur skrifað fjölda fræðilegra greina og bóka. Hann hefur líka haldið námskeið um fræðileg skrif og ritstjórn og meginhlutinn af efni bókarinnar á rót sína að rekja til þeirrar kennslu. Flestum köflum fylgja verkefni.

Útgefendur eru Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan.

Blaðsíðufjöldi: 
332
Útgáfuár: 
2015
ISBN: 
978-9935-084-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201516

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is