Sálfræði

Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Jörgen L. Pind
Verð: 
5900

Þegar vér virðum vel fyrir oss form hluta eða hreyfingar þeirra, eða hlustum með óskiptri athygli á hljóð, þá vaknar löngum hjá oss hneigð til að líkja eftir því sem vér sjáum eða heyrum, líkja eftir því með vöðvahreyfingum sem verða í líkömum vorum.

Þannig lýsti Guðmundur Finnbogason (1873–1944) kjarnanum í merkilegri kenn­ ingu sinni um samúðarskilninginn sem fjallar um „þær brautir er virðast liggja frá sál til sálar“. Er hún vafalítið ein frumlegasta kenning íslensks sálfræðings og bók hans Den sympatiske Forstaaelse sígilt rit í sögu norrænnar sálfræði.

Hér segir frá ævi og verkum Guðmundar. Sérstaklega er vikið að sálfræðilegum hugmyndum hans og þá ekki síst kenningunni um samúðarskilninginn sem oft hef­ ur verið misskilin. Bókin er sérstök að því leyti að kafað er dýpra í hugmyndaheim Guðmundar en vant er í íslenskum ævisögum. Hugað er að því hvert hann sótti innblástur í verk sín, að viðtökum sem þau fengu og gildi þeirra nú.

Bókin rekur einnig merkilegt framlag Guðmundar til íslenskra menntamála en hann var aðalhöfundur laga um alþýðufræðslu sem samþykkt voru á Alþingi árið 1907 og marka upphaf skólaskyldu á Íslandi. Í uppeldisritum sínum lagði Guðmundur megináherslu á að menntunin yrði að fylgja „þróunarlögum barnssálarinnar“. Með því kvað við nýjan tón í umræðum um menntamál hér á landi.

Í bókinni er dregin upp minnisstæð mynd af bláfátækum sveitapilti sem braust frá smalaprikinu til æðstu mennta og tókst það ætlunarverk sitt að „setjast á bekk með“ merkum sálfræðingum á fyrri helmingi 20. aldar, þótt hann mætti stundum litlum skilningi meðal landa sinna. Þrátt fyrir mótlæti á stundum gekk Guðmundur að hverju verki með hita og fjöri eins og víða sér stað í umfjöllun höfundar.

Bókin kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu.

 

Blaðsíðufjöldi: 
468
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-237-3
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202008

Sympathetic Understanding

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðmundur Finnbogason
Verð: 
5900

Guðmundur Finnbogason (1873–1944) was one of the first scientists to explain our inborn capacity to understand each other’s feelings. His doctoral thesis Sympathetic Understanding was originally published in Denmark 1911, and subsequently in France 1913, where it caught the attention of and inspired the famous child psychologist Jean Piaget.

The biological basis for sympathetic understanding was not known in the beginning of the 20th century and the research is still in its infancy today, but Finnbogason used analytical psychology to track the lines of communication from one soul to another. He said: “When we observe carefully the form of objects or their movements or listen attentively to a sound, then a tendency is aroused within us to imitate what we see and hear.”

Finnbogason was the first Icelander to receive a doctoral degree in psychology. He sought his explicit examples to substantiate his thesis in self-observation, literature, art, ethics, and psychology, and by interviewing contemporaries. He felt indebted, in particular, to his professors, Henri Bergson at Collège de France, to whom he dedicated his French publication, and Harald Høffding at the University of Copenhagen, and to the writings of William James.

This book is an English translation of the original text, con- sidered a classic in the history of Nordic psychology.

The translation of Guðmundur Finnbogason’s text published here is preceded by an introduction of the life and work of the author by Jorgen L Pind, Ph.D and commentaries by two internationally renowned neuroscientists, Pier Francesco Ferrari Ph.D and Nobel Prize Laureate Eric Kandel M.D. on the relevance of Finnbogason’s theories to recent research findings on the brain.

Translator: Laufey Vilhjálmsdóttir Bustany

 

he first scientists to explain our inborn capacity to understand each other’s feelings. His doctoral thesis Sympathetic Understanding was originally published in Denmark 1911, and subsequently in France 1913, where it caught the attention of and inspired the famous child psychologist Jean Piaget.

The biological basis for sympathetic understanding was not known in the beginning of the 20th century and the research is still in its infancy today, but Finnbogason used analytical psychology to track the lines of communication from one soul to another. He said: “When we observe carefully the form of objects or their movements or listen attentively to a sound, then a tendency is aroused within us to imitate what we see and hear.”

Finnbogason was the first Icelander to receive a doctoral degree in psychology. He sought his explicit examples to substantiate his thesis in self-observation, literature, art, ethics, and psychology, and by interviewing contemporaries. He felt indebted, in particular, to his professors, Henri Bergson at Collège de France, to whom he dedicated his French publication, and Harald Høffding at the University of Copenhagen, and to the writings of William James.

This book is an English translation of the original text, con- sidered a classic in the history of Nordic psychology.

The translation of Guðmundur Finnbogason’s text published here is preceded by commentaries by two internationally renowned neuroscientists, Pier Francesco Ferrari Ph.D and Nobel Prize Laureate Eric Kandel M.D. on the relevance of Finnbogason’s theories to recent research findings on the brain.

Translator: Laufey Vilhjálmsdóttir Bustany

 

Blaðsíðufjöldi: 
190
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-216-8
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201915

Tími töframanna - Áratugur hinna miklu heimspekinga 1919–1929

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Wolfram Eilenberger
Verð: 
5900

Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason

Tími töframanna er grípandi lýsing á einum mesta umbrotatíma í evrópskri menningarsögu. Í bókinni, sem er magnaður spegill óróans og sköpunargleðinnar sem ríkti í Weimar-lýðveldinu á þriðja áratug síðustu aldar, rekur höfundur tilraunir fjögurra hugsuða til að átta sig á stöðu mannsins í heimi sem er á hverfanda hveli. Hildarleikur heimsstyrjaldarinnar fyrri er að baki og ný veröld vísindalegra framfara í burðarliðnum.

Í bókinni kynnumst við ekki aðeins hugsun „töframannanna“ fjögurra, Walters Benjamin, Ernsts Cassirer, Martins Heidegger og Ludwigs Wittgenstein, heldur fáum við jafnframt innsýn í það hvernig ástir og ástríður fléttast saman við heimspeki þeirra. Lesandinn er leiddur inn í töfraveröld hugsunar, þar sem gætir hugljómunar og ógnvekjandi drunga á víxl.

Tími töframanna er einstæð lýsing á því hvernig fjórir um margt mjög ólíkir hugsuðir freista þess að skýra af hvaða rótum menning okkar, tungumál og skilningur á heiminum eru sprottin, og hvernig við getum hagað tilvist okkar á óvissutímum sem eiga um margt skylt við það umrót sem ríkir við upphaf 21. aldar.

Bókin vakti mikla hrifningu þegar hún kom út og sat lengi ofarlega á metsölulistum í Þýskalandi, auk þess sem hún hefur verið þýdd á rúmlega 20 tungumál.

Um höfundinn:

Wolfram Eilenberger fæddist árið 1972 í borginni Freiburg í Svartaskógi. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá háskólanum í Zürich árið 2008. Bók hans Finnen von Sinnen kom út árið 2010. Í henni fjallar Eilenberger, sem er kvæntur finnskri konu, á kankvísan hátt um kynni sín af mannlífinu í Finnlandi. Bókin varð metsölubók bæði í Þýskalandi og Finnlandi. Eilenberger hefur sent frá sér nokkrar bækur um heimspeki og var um árabil ritstjóri heimspekitímaritsins Philosophie Maga­zin. Hann er að auki mikill knattspyrnuáhugamaður og hefur getið sér gott orð fyrir greinaskrif um íþróttir.

Um þýðandann:

Arthúr Björgvin Bollason lauk magistersprófi í heimspeki frá háskólanum í Hannover í Þýskalandi. Arthúr hefur þýtt fjölmörg skáld- og fræðirit úr þýsku, auk þess sem hann hefur sent frá sér frumsamdar bækur um margvísleg efni, bæði á íslensku og þýsku. Árið 1999 kom út eftir hann ljóðabókin Okkar á milli.

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
384
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-212-0
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201904

Síðustu ár sálarinnar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ársæll Már Arnarsson
Verð: 
5900

Höfum við sál? Líklega hafa fæstir ígrundað þessa ógnarstóru spurningu enda kannski ekki ljóst hvað felst í því fyrirbæri. Í þessu riti er farið yfir helstu hugmundir Vesturlandabúa um sálina allt frá tímum Forngrikkja, en þær hafa frá upphafi verið bæði margbreytilegar og oft óskýrar. Árið 1543 voru flestir Evrópumenn þeirrar skoðunar að kjarni hverrar manneskju væri hin efnislausa og eilífa sál. En einmitt á því ári komu úr tvær merkilegar bækur. Önnur þeirra fjallaði einkum um stjörnufræði en hin um líffærafræði en í báðum fólst róttæk sýn á stöðu mannsins og sálarinnar. Rúmum þremur öldum síðar varð sálfræðin sjálfstæð fræðigrein undir miklum áhrifum frá þeirri byltingu sem orðið hafði í vísindum. En þrátt fyrir nafngiftina var hin nýja sálfræði algerlega sálarlaus. 

Í ritinu fer höfundur yfir elstu þekktu hugmyndir Vesturlandabúa um sálina og það hvernig vísindabyltingin kollvarpaði þeim, sem varð síðan til þess að nútímamaðurinn glataði sálinni – að minnsta kosti fræðilega séð.

Bókin er einkum ætluð nemendum í sálfræði, heimspeki, guðfræði og vísindasögu en einnig öðru áhugafólki um slík fræði.

Ársæll Már Arnarsson er prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Hann hefur birt fjölda greina um sálfræði, læknisfræði og lífeðlisfræði í mörgum af virtustu vísindatímaritum heims.

Blaðsíðufjöldi: 
332
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-119-2
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201623

Af sál

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Andri S. Björnsson, Guðfinna Eydal og Katrín Kristjánsdóttir
Verð: 
4900

Af sál er gefin út til heiðurs Álfheiði Steinþórsdóttur sálfræðingi á sjötugs afmæli hennar. Í bókinni má finna fjölda greina eftir samstarfsfólk Álfheiðar, vini hennar og fjölskyldu. Efni þeirra er af ýmsum toga. Sumar fjalla greinarnar um Álfheiði sjálfa og lífshlaup hennar. Aðrar taka á mörgum þeim hugðarefnum sem henni hafa verið hugleikin á langri starfsævi svo sem sálrænni meðferð, þroska einstaklingsins og hinu fjölbreytta starfi sálfræðinga á ýmsum sviðum þjóðlífsins.

Álfheiður er frumkvöðull á sviði sálfræði hér á landi. Hún hóf störf á Kleppi, vann um árabil hjá Félagsmálastofnun og stofnaði síðar Sálfræðistöðina ásamt Guðfinnu Eydal. Hún hefur alla tíð sinnt sálrænni meðferð og handleiðslu. Þær Guðfinna hafa enn fremur haldið ótal námskeið og ritað í sameiningu bækur um fræðasvið sitt. Álfheiður er fyrsti handhafi heiðursverðlauna Sálfræðingafélags Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
314
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-109-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201602

Innra augað

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Árni Kristjánsson
Verð: 
7400
Háskóli Íslands

Titill þessarar bókar, Innra Augað, vísar til þess að heilinn er stærsta skynfærið. Þegar við sjáum er langt í frá að við skynjum einfaldlega það ljós sem berst inn um sjáöldrin. Öðru nær. Sjónskynjun felur í sér geysiflókin úrvinnslu- og túlkunarferli.

Í bókinni fjallar Árni Kristjánsson sálfræðingur og taugavísindamaður um hlutverk hugans í sjónskynjun og hvernig slíkar hugmyndir hafa þróast í hugmyndasögunni. Fjölmörg athyglisverð dæmi eru nefnd til vitnis um hvernig hugurinn ræður því hvernig við skynjum umheiminn.

Árni Kristjánsson lauk árið 2002 doktorsprófi í tilraunasálfræði frá Harvard-háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum með sjónskynjun og taugavísindi sem sérgrein. Eftir doktorsprófið starfaði Árni sem vísindamaður (honorary research fellow) við Institute of Cognitive Neuroscience við University College London og er nú dósent við Sálfræðideild Háskola Íslands.

Blaðsíðufjöldi: 
266
Útgáfuár: 
2012
ISBN: 
978-9979-54-924-6
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201215

Sálfræðiþjónusta skóla

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Kristinn Björnsson
Verð: 
ISK 1200 - Fjölrit
Háskóli Íslands

Þáttur hagnýtrar sálfræði 

Hér leitast höfundur, Kristinn Björnsson, við að svara nokkrum algengum spurningum um sálfræðiþjónustu í skólum eins og: 
Hvað er sálfræðiþjónusta? 
Hvaða hlutverki gegnir hún? 
Hverjar eru starfsaðferðir hennar og að hverju er stefnt? 

Einnig er í ritinu stutt yfirlit yfir sögu og þróun þessarar starfsemi hér á landi. 

Blaðsíðufjöldi: 
94
Útgáfuár: 
1991
ISBN: 
9979-54-030-3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199208

Orðgnótt

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðmundur Arnkelsson
Verð: 
3200
Háskóli Íslands

Orðalisti í almennri sálarfræði - 5. útgáfa Þessi orðalisti er tilkominn vegna skorts á aðgengilegum orðalista í sálarfræði á háskólastigi. Grunnur var lagður að listanum með því að orðtaka kennslubækur í inngangsnámskeiðum í sálarfræði. Auk þess hefur verið leitað til starfandi háskólakennara og þeir beðnir um að lesa yfir sín svið og bæta við orðum eins og þurfa þykir. Við val íslenskra fræðiheita var miðað við að velja orð sem voru í raunverulegri notkun meðal háskólakennara. Að öðru leyti var leitast við að fara milliveg milli hversdags-máls og skringiyrða. Litið var á það sem kost fremur en löst ef fleiri en eitt íslenskt orð væri gefið upp fyrir hvert erlent.

Í 5. útgáfu Orðgnóttar hefur allur texti verið yfirfarinn, stafavillur, missagnir og stöku efnisvillur lagfærðar. Nokkur fræðiheiti hafa bæst við, hátt í hundrað orðskýringar og 14 myndir. Mest áhersla hefur verið lögð á að auka við orðskýringar í tölfræði. Í þessari útgáfu eru 3.805 erlend heiti, 773 orðskýringar og 54 myndir.

Blaðsíðufjöldi: 
196
Útgáfuár: 
2000
ISBN: 
9979-54-693-X
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200025

Námsvísir í námssálarfræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðmundur Bjarni Arnkelsson
Verð: 
ISK 1300 - Fjölrit
Háskóli Íslands

Leiðarvísir með bókinni Educational Psychology for Tomorrow’s Teacher Í þessum námshluta er námssálarfræði kynnt, fjallað um tengsl hennar við önnur svið sálarfræðinnar, við starf kennara og viðhorf almennings. Fjallað er um nokkur vaxandi svið innan námssálarfræðinnar, sagt frá gildi rannsókna fyrir nám og skólastarf og rætt um eðli kennarastarfsins.

Blaðsíðufjöldi: 
64
Útgáfuár: 
1994
ISBN: 
9979-54-064-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U199402

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is