Viðskiptafræði

Rannsóknir í viðskiptafræði I

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson
Verð: 
5995

Viðskiptafræði er fjölbreytt fræðigrein innan félagsvísinda með margvísleg tengsl við aðrar greinar. Þessi bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, hefur að geyma niðurstöður ólíkra rannsókna sem endurspegla margbreytileika fræðigreinarinnar. Lesendur fá innsýn í viðamikinn fræðaheim sem spannar meðal annars nýsköpun, opinbera stjórnsýslu, mannauðsstjórnun, sjávarútveg, utanríkisþjónustu, stjórnun, iðnað, orku, verslun og þjónustu. 

Í Rannsóknum í viðskiptafræði I leiða saman hesta sína fjölmargir kennarar Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands ásamt sérfræðingum úr atvinnulífinu. Allir kaflarnir eru byggðir á eigin rannsóknum höfunda og hafa verið ritrýndir. Þetta er fyrsta bókin í nýrri ritröð um rannsóknir í viðskiptafræði og á hún erindi við alla þá sem vilja kynna sér það efni, ekki síst stjórnendur fyrirtækja og hjá hinu opinbera. Bókin ætti einnig að höfða til nemenda í viðskiptafræði og tengdum greinum. 

Blaðsíðufjöldi: 
300
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-233-5
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201926

Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Eðvald Möller
Verð: 
6900

Í bókinni Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll fer eftirfarandi samtal fram milli Lísu og kattarins:

Lísa: Getur þú vísað mér veginn?
Kötturinn: Hvert ertu að fara?
Lísa: Ég veit það ekki.
Kötturinn: Þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur, allar leiðir liggja þangað.

Kannanir sýna að 97% fólks eru á sömu leið og Lísa og hafa ekki sett sér skýr markmið. Það er eitt af því sem verkefnastjórar verða að temja sér til að ná árangri. Menn fæðast ekki góðir verkefnastjórar heldur tekur það tíma að afla sér þekkingar og reynslu á sviði verkefnastjórnunar.

Verkefnastjórnun snýst um tíma- og kostnaðarstýringu, breytingastjórnun, fjármálastjórnun og mannauðsstjórnun. Verkefnastjóri þarf að vera gæddur ákveðnum kostum, ekki síst sterkum leiðtogahæfileikum, og geta náð fram því besta í fólki.

Hægt er að afla sér þekkingar á verkefnastjórnun m.a. með því að lesa sér til um hana, bæði í tímaritum og fræðibókum, eða sækja ráðstefnur og námskeið helguð henni. Reynslan fæst á hinn bóginn með því að vinna að sem flestum verkefnum og er þá ekki síður mikilvægt að læra af öðrum.

Þessi bók hjálpar þér að verða betri verkefnastjóri og ná markmiðum þín- um. Með því að lesa hana og leysa þau verkefni sem þar er að finna eykst skilningur þinn á faginu og færni í að nýta þér verkfæri verkefnastjórnunar.

 

Blaðsíðufjöldi: 
298
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-236-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201929

Technology in Society - Society in Technology

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Örn D. Jónsson og Edward H. Huijbens, ritstjórar.
Verð: 
ISK 3490 - Paperback
Háskóli Íslands

Technology in Society – Society in Technology 
This book holds a selection of talks given at the conference Technology in Society – Society in Technology, held 18th – 19th March 2004. Páll Skúlason, then rector of the University of Iceland, called for this transdisciplinary conference in order to discuss technology’s role in the development of societies and the interaction of the two. Throughout this interaction has been studied through varying approaches. Sometimes technology is studied as the political driving force of history, sometimes as an objective tool in the hands of man or a way to achieve set goals. The views that emerge in this volume are not only bound to issues of technology’s effectiveness, but also the nature of this effect. The questions that emerge do not solely revolve around what is technologically possible, but also what is suitable, ethical or simply if we are on the right track. 
The volume proceeds in four parts. The introductions to the first three parts are from the conference’s invited speakers, the scholar W. Brian Arthur, the director of the Santa Fe Institute of Technology, Þráinn Eggerstsson, professor of economics at the University of Iceland and New York University and Páll Skúlason, but each adopts a specific angle of approach to the interplay of technology and society. The volume’s last part deals more specifically with the ethical questions thrown up by each approach. This volume is meant to shed light on the characteristics and indications of technology’s influence on various aspects of society and conversely, society’s influence on the development of and ideas about technology. 
Editors: Örn D. Jónsson and Edward H. Huijbens 
Tæknin í samfélaginu – Samfélagið í tækninni        Bókin er safn valinna erinda sem flutt voru á ráðstefnunni Tæknin í samfélaginu, samfélagið í tækninni, 18.-19. mars 2004. Páll Skúlason þáverandi rektor Háskóla Íslands boðaði til þessarar þverfaglegrar ráðstefnu um þátt tækninnar í samfélagsþróun og samspil tækni og samfélags. Í gegnum tíðina hefur þetta samspil fengið mismikla athygli. Á stundum hefur verið litið á tæknina sem pólitískan drifkraft sögunnar, stundum sem hlutlægt verkfæri í höndum manna eða leið að settu marki. Hinsvegar eru viðhorfin sem koma fram í bókinni ekki aðeins bundin við mismunandi skoðanir á áhrifamætti tækninnar, heldur líka hvers eðlis áhrifin eru. Spurningarnar snúast þannig ekki aðeins um hvað er hægt, í tæknilegum skilningi, heldur hvað er æskilegt og jafnvel siðlegt, eða hreinlega hvort við höfum gengið veg tækninnar til góðs? 
Bókin er í fjórum hlutum. Inngangsorð fyrstu þriggja hluta bókarinnar eru frá sérstökum gestum ráðstefnunnar, fræðimanninum W. Brian Arthur, forstöðumanni hagfræðistofnunar Háskólans í Santa Fe í Nýju Mexikó, Þránni Eggertssyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og New York háskóla og Páli Skúlasyni, sem hver um sig fjalla um mismunandi sjónarhorn á samspil samfélags og tækni. Síðasti hluti bókarinnar fjallar nánar um þær siðferðilegu spurningar sem þessi sjónarhorn ala af sér. Bókinni er þannig ætlað að varpa ljósi á einkenni og vísbendingar um áhrif tækni á þróun ýmissa sviða samfélagsins og áhrif samfélagsins á þróun tækni og hugmyndir um hana. 
Ritstjórar: Örn D. Jónsson og Edward H. Huijbens 

Blaðsíðufjöldi: 
364
Útgáfuár: 
2005
ISBN: 
9979-9559-8-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200516

Saga viðskiptaráðuneytisins 1939-1994

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Hugrún Ösp Reynisdóttir
Verð: 
ISK 5900
Háskóli Íslands

Í bókinni er saga viðskiptaráðuneytisins rakin frá upphafi til ársins 1994.  Dregið er fram hvernig viðskiptastefna stjórnvalda þróaðist frá höftum til viðskiptafrelsis þar sem frjáls samkeppni fyrirtækja, valfrelsi neytenda og leiðbeinandi hlutverk ríkisins eru ráðandi.  Lýst er hvernig ráðuneytið átti þátt í að móta umrædda stefnu og hvernig það kom að framkvæmd hennar. Sérstök áhersla er lögð á þá málaflokka sem lítið hefur verið fjallað um í fræðiritum, eins og Marshallaðstoðina, verðlagsmál, viðskipti við Austur-Evrópuríkin og efnahagssamvinnu Norðurlandanna. Ítarleg atriðaskrá er í bókinni og gefur henni handbókargildi. Bókin er gefin út í samvinnu viðskiptaráðuneytisins og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands.

BÓKIN VAR TILNEFND TIL VIÐURKENNINGAR HAGÞENKIS 2009.

Blaðsíðufjöldi: 
218
Útgáfuár: 
2009
ISBN: 
9789979548379
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200918

Penny for your thoughts

Verð: 
ISK 3290 - Kilja
Háskóli Íslands
Í þessari bók er horft gagnrýnum augum á helstu goðsagnir viðskiptaheimsins um uppbyggingu og rekstur fyrirtækja.  Bókin er  skemmtilega uppsett sem handbók með lýsandi dæmum úr atvinnulífinu og eru niðurstöður hennar byggðar á viðamiklum rannsóknum á fyrirtækjum í skapandi rekstri á Norðurlöndunum.    
Bókinni er ætlað að gefa ráð um rekstur og vöxt með því að deila reynslu innan nokkurra fyrirtækja af fjármögnun og skipulagningu fjarhagslegrar framtíðar þeirra. Sýnt er fram á hvernig hægt er að byggja upp fyrirtæki í góðum rekstri og vera jafnframt skapandi. Rannsóknin sem bókin byggist á er styrkt af Norræna nýsköpunarsjóðnum.  Hann hefur undanfarin ár lagt áherslu á að styðja verkefni sem efla skapandi atvinnustarfsemi á Norðurlöndum.

Tobias Nielsén er ráðgjafi og útgefandi og hefur stundað rannsóknir á skapandi atvinnugreinum. Hann hefur unnið við stefnumótun og skipulagningu á menningarstarfsemi og skapandi atvinnugreinum á vegum opinberra aðila sem og fyrirtækja.
Dominic Power er prófessor í hagrænni landafræði við Háskólann í Uppsölum. Hann hefur stundað víðtækar rannsóknir á fyrirtækjum í skapandi atvinnugreinum.
Margrét Sigrún Sigurðardóttir er aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, þar sem hún veitir Rannsóknarmiðstöð um skapandi greinar jafnframt forystu.

Bókin er á ensku.

Blaðsíðufjöldi: 
200
Útgáfuár: 
2009
ISBN: 
978-9979-70-562-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200907

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ívar Jónsson
Verð: 
ISK 3900 - Kilja
Háskóli Íslands

Frá kenningum til athafna 

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði er ný fræðigrein sem hefur skapað sér fastan sess við háskóla á Vesturlöndum. 
Hér er fjallað um helstu viðfangsefni þessarar fræðigreinar og tengsl hennar við aðrar fræðigreinar. Gerð er grein fyrir hvers vegna skólaspeki viðtekinnar hagfræði og hagrænnar frjálshyggju er gagnslítil til skýringar á hreyfiöflum nýsköpunarstarfsemi. Jafnframt er fjallað um snertifleti hennar við sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. Gerð er grein fyrir helstu kenningum og rannsóknum innan nýsköpunar- og frumkvöðlafræða og fjallað um stjórnunaraðferðir nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi. 
Í lok bókarinnar setur höfundur fram kenningu um samræna nýsköpunarstarfsemi sem leggur áherslu á að nýsköpun er fyrst og fremst samstarfsferli. Bókin er gagnleg við kennslu námskeiða á BA/B.Sc – og meistarastigum í háskólum, en er skrifuð þannig að hún er aðgengileg fyrir alla þá sem vilja kynna sér þessa nýju og heillandi fræðigrein. 
Dr. Ívar Jónsson prófessor hefur um þrjátíu ára skeið stundað rannsóknir og kennslustörf á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlafræða. Hann hefur gefið út fjölda ritgerða og greina um þetta viðfangsefni og kennt á námskeiðum í háskólum á Íslandi, í Danmörk, Svíðþjóð og á Grænlandi. 
Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins á Egilsstöðum ehf.

Blaðsíðufjöldi: 
278
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-781-5
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200803

Customer Oriented Behaviour – The nature, impact and development

Verð: 
ISK 2400 - Paperback
Háskóli Íslands

It is belived that service delivery through full utilisation of human resources will become the major tool for competitive advances in the service industry in the coming years and the importance of customer orientation for the success of service organisations has been emphasised in the academic and applied literatures. The purpose of this thesis is to examine an explicit behavioural perspective where the focus is on the extent to wich employees engage in direct behaviours specifically designed to benefit customers. This study examines empirically the nature, impact and development of employee customer oriented behaviours. The findings include a step-by-step approach to continuous improvement of service quality and the role of service training programmes, employee selection and managerial implications are discussed. This publication is a thesis submitted to the Department of Industrial Relations at the London School of Economics and Political Science in the fulfilment of the requirements for a PhD in Industrial Relations. The author, Svafa Grönfeldt is a Managing Partner at IMG Gallup & Deloitte Business Consulting and has been an assistant professor at the Department of Business Administration at the University of Iceland since 1997. She holds a B.A. degree in Political Science from the University of Iceland (1990), a Master of Science degree in Technical and Professional Communication from Florida Institute of Technology (1995) and a Doctorate in Industrial Relations from the London School of Economics (2000).

Blaðsíðufjöldi: 
195
Útgáfuár: 
2003
ISBN: 
9979-54-537-2
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
9979-54-537-2

Afburðaárangur

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Agnes Hólm Gunnarsdóttir og Helgi Þór Ingason
Verð: 
ISK 3990 - Kilja
Háskóli Íslands

Um stjórnunaraðferðir sem grundvallast á gæðastjórnun og rannsóknir á fyrirtækjum sem náð hafa afburðaárangri

Hvaða
aðgerðir og aðferðir eru líklegar til að stuðla að afburðaárangri í
rekstri fyrirtækis eða stofnunar? Sérhver metnaðarfullur stjórnandi
hlýtur að velta þessu fyrir sér og ýmsir fræðimenn hafa gert rannsóknir
til að leita svara við þessum og álíka spurningum. Margar
stjórnunarkenningar og -aðferðir hafa verið settar fram, en erfitt er að
segja til um hverjar þeirra stuðla að árangri. Aðferðirnar hafa
mismunandi áherslur, en þær eiga þó einnig margt sameiginlegt.
Í
þessari bók er leitast við að skapa yfirsýn yfir nokkrar vel þekktar
rannsóknir á þessu sviði, sem og nokkrar vinsælar stjórnunaraðferðir.
Leitast er við að finna snertifleti aðferðanna og setja þá í samhengi
við sameiginleg einkenni afburðafyrirtækja, sem lesa má út úr
rannsóknum.
Bókin byggist á greiningu á ýmsum stjórnunaraðferðum og
fyrri rannsóknum á afburðafyrirtækjum. Leitast er við að greina
rannsóknir sem gerðar hafa verið á vísindalegum grundvelli en auk þess
er stuðst við nýlegar skýrslur sem uppfylla ekki strangar vísindalegar
kröfur. Aðferðirnar sem hér eru til umfjöllunar hafa þróast og breyst í
tímans rás og tilgangur þessarar bókar er ekki að meta hvaða útgáfa
aðferðanna er réttust eða best heldur greina meginatriði í áherslum
þeirra. Þess má geta að í sumum tilfellum er réttara að tala um
,,fjölskyldu“ aðferða eða kenninga. Til dæmis eru til mismunandi
aðferðir við hagnýt viðmið og ferlisstjórnun og hægt er að skilgreina
margar aðferðir sem falla undir virðisstjórnun.
Bókin er skipulögð á
þann hátt að fyrst er stutt yfirlit um þróun kenninga á sviði gæða- og
frammistöðustjórnunar. Því næst er gerð grein fyrir niðurstöðum nokkurra
rannsókna um fyrirtæki sem náð hafa afburðaárangri. Þá eru útskýrðar
nokkrar stjórnunaraðferðir og stjórnunarkenningar sem sagðar eru hjálpa
til við að ná afburðaárangri. Að lokum eru dregin fram þau atriði sem
sameiginleg eru með rannsóknum og kenningum og stuttlega fjallað um
hvernig beita megi þeim öllum saman til að ná afburðaárangri.
Í bókinni er að finna innrammaðar tilvitnanir og innskot sem tengjast umfjöllunarefninu óbeint.

Blaðsíðufjöldi: 
139
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-764-8
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200701
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is