Bókmenntafræðistofnun

Opna svæðið – Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þröstur Helgason
Verð: 
5900

Opna svæðið: Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi eftir Þröst Helgason varpar ljósi á tímaritið Birting sem kom út á árunum 1955-1968 og gegndi lykilhlutverki við að innleiða módernisma í íslenskar bókmenntir og listsköpun á tímabilinu. Opna svæðið er fyrsta bókin sem gefin er út um þetta mikilvæga tímarit. Birtingur tilheyrir flokki módernískra eða lítilla tímarita sem settu svip sinn á tilurð módernisma víða um heim en hafa hingað til verið órannsökuð hér á landi. Birtingi var ætlað að þjóna sem vettvangur fyrir kynningar á nýjum alþjóðlegum straumum, endurskoðun á viðteknum hefðum og lifandi umræður um nútímabókmenntir og listir. Um leið gefur bókin innsýn í margbrotin átök innan íslensks menningarvettvangs á þessum mikla umbrotatíma. 

Útgefandi: Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. 

Blaðsíðufjöldi: 
439
Útgáfuár: 
2020
ISBN: 
978-9935-23-239-7
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201621

Eintal sálarinnar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þórunn Sigurðardóttir
Verð: 
5900

Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Þjóðverjann Martin Moller (1547‒1606) telst til svokallaðra íhugunarrita, þar sem píslargöngu Krists er gerð skil, hún túlkuð og íhuguð. Arngrímur lærði Jónsson (1568‒1648) þýddi ritið í lok 16. aldar en það var fyrst prentað 1599. Ritið er á meðal elstu þýddu guðræknirita í lútherskum sið á Íslandi og eitt hið vinsælasta um aldir, enda hafði það mikil áhrif á íslenskar bókmenntir síðari alda, trúarlíf og hugarfar. Heimildir eru fyrir því að ritið hafi verið til á liðlega þriðja hverju heimili í landinu um miðbik 18. aldar. Það hefur nú verið gefið út með nútíðarstafsetningu.

 

 

Blaðsíðufjöldi: 
190
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-222-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201917

Orðaskil

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ástráður Eysteinsson
Verð: 
5900

Þýðingar hafa gegnt veigamiklu hlutverki í íslenskum bókmennta– og menningarheimi frá öndverðu. Í þessari bók er komið að því hlutverki úr ýmsum áttum. Rýnt er í mikilvægar íslenskar þýðingar á ljóðum, sögum og leikritum. Til umræðu eru meðal annars Halldór Laxness og Ernest Hemingway, Magnús Ásgeirsson og Gunnar Gunnarsson, Paradísarmissirþeirra Johns Milton og Jóns Þorlákssonar, glíma Sigurðar A. Magnússonar við Ulysses eftir James Joyce og þyðingar Helga Hálfdanarsonar á Shakespeare og Goethe.

Hér er ennfremur hugað að þýðingum í víðum skilningi – þegar skáldsaga er flutt á hvíta tjaldið eða klassískur texti endurritaður á sínu máli en á nýjum forsendum. Einnig er fjallað almennt um þá menningarsamræðu sem einkennir þýðingar, spurt um málræktargildi þeirra og ígrunduð staða þeirra í bókmenntasögunni og hlutverk þeirra á sviði heimsbókmenntanna.

Blaðsíðufjöldi: 
406
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-158-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201721

Listir og menning sem meðferð _ íslensk söfn og alzheimer

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Halldóra Arnardóttir
Verð: 
5900

Bókin Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer opnar fyrir jákvæða umfjöllun um Alzheimer-sjúkdóminn og kynnir hugmyndir um hvernig nýta megi listir og menningartengda þætti til að byggja upp nýtt samband þess sem þjáist af sjúkdómnum við ástvini sína. Markmið bókarinnar er að aðstoða fjölskyldur og söfn við að styrkja stoðirnar og efla núvitundina og auka lífsgæði þeirra sem búa við Alzheimer-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn sviptir einstaklinginn sjálfsmeðvitundinni smá saman sem listir ná að draga fram aftur. Myndlist og íslenskur menningararfur eru kveikjur fyrir hugmyndaflugið, tilfinningaminnið og félagslegar samræður. Þær tengja við lífið og stuðla að sjálfskoðun í núvitundinni. Bókin gagnast því líka fjölskyldum og öðrum aðstandendum einstaklinga með alzheimer.

Ritið er fyrst sinnar tegundar á Íslandi og er beint til þeirra rúmlega 100 safna sem eru á Íslandi, menntastofnana og stofnana heilbrigðiskerfisins. Bókin sýnir leiðir fyrir ólík söfn landsins að bjóða upp á sérsniðna dagskrá þar sem talmál er örvað og minningar endurvaktar í gegnum myndverk og hluti. 

Halldóra Arnardóttir listfræðingur ritstýrir bókinni en auk hennar skrifa innlendir og erlendir sérfræðingar: Guðrún Nordal, Jón Snædal, Carmen Antúnez Almagro, Francesca Rosenberg, Laurel Humble, Carrie McGee, Javier Sánchez Merina, María Delgado López, Rosa María Hervás Avilés, Chelete Monereo, José García Martínez, Paco Torreblanca, David Torreblanca, Henriette Brouwers, John Malpede og Þórarinn Eldjárn.

Blaðsíðufjöldi: 
156
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-153-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201713

Tracks in Sand

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Æsa Sigurjónsdóttir
Verð: 
5900

Út er komin bókin Tracks in Sand: Featuring Modernism in the Work of Sculptor Sigurjón Ólafsson. Í bókinni er fjallað um ýmsa snertifleti danskrar og íslenskrar myndlistarsögu og stöðu Sigurjóns í dönskum myndlistarheimi. Þá er merku samstarfi hans við íslenska arkitekta gerð góð skil og nýju ljósi brugðið á tilraunir listamannsins með tungumál og aðferðir módernismans. Hér er því um að ræða endurmat á listsögulegri stöðu Sigurjóns Ólafssonar og um leið eru greinarnar innlegg í nýjar rannsóknir á norrænum módernisma. Höfundar texta eru Jens Peter Munk, Kerry Greaves, Lise Funder, Pétur H. Ármannsson, Aðalsteinn Ingólfsson og Æsa Sigurjónsdóttir, sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar.

Bókin er styrkt af Letterstedtska föreningen

Hönnun kápu og umbrot : Sigrún Sigvaldadóttir / Hunang

Útgefandi er Háskólaútgáfan í samvinnu við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands, Listasafn Íslands og Listasafn Sigurjóns Ólafsssonar.

Blaðsíðufjöldi: 
76
Útgáfuár: 
2017
ISBN: 
978-9935-23-152-9
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201704

Stef ástar og valds – í sviðsetningum Þórhildar Þorleifsdóttur

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Trausti Ólafsson
Verð: 
4900

Með leikstjórn sinni á fyrstu verkefnum Alþýðuleikhússins, Krummagulli og Skollaleik á áttunda áratug síðustu aldar sló Þórhildur Þorleifsdóttir nýjan tón í íslensku leikhúsi. Allar götur síðan hefur hún sett sterkan og áleitinn svip á leikhús landsins og á að baki fjölmargar sýningar sem vakið hafa eftirtekt fyrir listrænt innsæi og frjóa sköpun. Nafn Þórhildar er órjúfanlega tengt frumbýlingsárum Íslensku óperunnar í Gamla bíói og enginn íslenskur leikstjóri hefur sviðsett jafnmargar óperur og hún. Leikstjórn hennar á Niflungahring Wagners á Listahátíð í Reykjavík árið 1994 hlaut einróma lof gagnrýnenda bæði hér og í fjölmörgum erlendum blöðum og tímaritum.

Leikstjórn Þórhildar hefur ævinlega mótast af femínísku lífsviðhorfi hennar og sjónarhorni. Þetta hefur gert það að verkum að í flestum sviðsetningum hennar skína átök ástar og valds í gegnum efnisþráðinn.

Um Þórhildi hefur oft gustað enda liggur hún ekki á skoðunum sínum hvort sem rætt er um listir eða samfélag. Fyrir þær sakir hefur hún oft mátt sæta miklu og stundum illu umtali. Þessa gætti mjög þegar Þórhildur gegndi starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins á árunum 1996–2000. Í þessari bók er drepið á þá sögu en hér er þó einkum fjallað um listamanninn Þórhildi Þorleifsdóttur og merkt framlag hennar til íslensks leikhúss undanfarinna áratuga.

Blaðsíðufjöldi: 
282
Útgáfuár: 
2016
ISBN: 
978-9935-23-134-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201620

Íslendingaþættir - Saga hugmyndar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ármann Jakobsson
Verð: 
4500
Háskóli Íslands

Alla 20. öldina var hugtakið Íslendingaþættir mikið notað í rannsóknum og kennslu á íslenskum bókmenntum. Í þessari bók er rakin saga hugmyndarinnar frá handritum 19. aldar og fyrstu útgáfum á 20. öld til vísindalegra skrifa um Íslendingaþætti undir lok aldarinnar. Tekist er á gagnrýninn hátt við hugmyndina og sýnt fram á að í raun og veru eru hinar vísindalegu niðurstöður grundvallaðar á forsendum sem alþýðuútgáfur höfðu skapað í upphafi aldarinnar. Bókin er þannig innlegg í sögu aðferða í hugvísindum yfirleitt um leið og hún sýnir fram á að endurmeta þarf allan skilning okkar í Íslendingaþáttum.

Blaðsíðufjöldi: 
170
Útgáfuár: 
2014
ISBN: 
978-9935-23-037-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201411

Í hverri bók er mannsandi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Guðrún Ingólfsdóttir
Verð: 
4900
Háskóli Íslands

Bókin fjallar um handrit með fjölþættu efni, handritasyrpur. Þau eru frá 18. öld og segja má að einn hugur öðrum fremur móti hvert handrit. Litið er á skrifarana eða hönnuðina, þrjá karla og eina konu, sem höfunda syrpnanna - ytra útlits (t.d. skreytinga), niðurskipanar texta og efnisvals. Hingað til hefur verið litið á slíkar syrpur sem skipulagslausan samtíning en hér eru leidd rök að því að bygging syrpnanna sé markviss og sýnt hvernig þær vitna um hugarheim skapara sinna og stöðu þeirra í heiminum rétt eins og önnur höfundaverk. Tíðindum sætir að ein syrpan skuli byggð upp eins og sól, en val efnis og niðurskipan, svo og skreytingar, benda til þess.
Meginviðfangsefni verksins er bókmenning Íslendinga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Ein helsta niðurstaða þess er sú að þekkingarleit kvenna og alþýðukarla hafi verið skipulegri en talið hefur verið. Þó að þau væru ekki skólagegnin nutu þau góðs af almanakshefðinni, en segja má að hún hafi snemma orðið hluti af menntunarprógrammi kvenna og alþýðukarla. Í íslenskum handritasyrpum fléttast almanakshefðin einnig við alfræðihefðina, lærða miðaldahefð. Það sem tengir þessar hefðir er rím eða tímatal. Hérlendis hefur ekki verið kannað áður hvaða áhrif almanakshefðin hafði á bókmenningu þjóðarinnar. Þar eð ein syrpan sem fjallað er um í bókinni er hönnuð af konu er í viðaukum fjallað um handritamenningu kvenna og leitast við að varpa ljósi á á þátt þeirra í bókmenningu íslendinga.

Blaðsíðufjöldi: 
408
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-930-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201137

Ethics of Empire in the saga of Alexander the Great, The

Verð: 
ISK 3900 - Kilja
Háskóli Íslands

Studia Islandica nr. 61

 

Saga Alexanders mikla var líklega flutt Noregskonungum veturinn 1263 af Íslendingnum Brandi Jónssyni sem þá var nýskipaður biskup á Hólum en árið áður létu Íslendingar undan þrýstingi og gengu Noregskonungi á hönd. Með þessa atburði í huga, en þó án þess að leggja á þá of mikla áherslu, ber höfundur bókarinnar saman hugsunarháttinn í sögunni við heimildirnar sem stuðst var við í Sögu Alexanders, Alexandreis eftir Gautier de Châtillon (Walter of Chatillon), þekktasta epíska kvæði miðalda.

 

Alexanders saga, the saga of Alexander the Great, was most probably presented by an Icelander as a gift to the joint kings of Norway in the winter of 1262-3. The Icelander, abbot Brandr Jónsson, had just been appointed bishop of Hólar by the Norwegian hierarchy, thus becoming the first native of Iceland for several decades to occupy an Icelandic see. And 1262 was the very year in which Iceland finally succumbed to pressure and became part of the Norwegian empire. Keeping these events in sight without laying undue emphasis on them, The Ethics of Empire examines the thinking of the saga in contrast with that of its source, Walter of Chatillon´s Alexandreis, the most successful Latin epic of the Middle Ages.

Blaðsíðufjöldi: 
0
Útgáfuár: 
2009
ISBN: 
9789979548614
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200945
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is