Siðfræðistofnun

Hugsað með Aristótelesi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Eiríkur Smári Sigurðarson og Svavar Hrafn Svavarsson
Verð: 
5900

Aristóteles er án efa einn áhrifamesti heimspekingur sögunnar. Hann er frægasti nemandi Platons, kennari Alexanders mikla, einn af höfundum heimsmyndarinnar sem hin nýju vísindi og upplýsingin sneru niður. Einnig er hann höfundur dyggðasiðfræðinnar sem hefur haft mikil áhrif á siðfræðikenningar frá miðri 20. öld og fram á okkar daga. Hann er líka þekktur fyrir kenningar um að sumar manneskjur séu fæddir þrælar, að börn geti ekki verið hamingjusöm og að konur séu í eðli sínu vanskapaðir karlar. Í þessu riti eru átta nýjar greinar um heimspeki Aristótelesar sem eiga uppruna sinn á málþingi sem haldið var í tilefni af 2400 ára fæðingarafmælis hans. Greinarnar fjalla um fjölbreytta þætti í frumspeki, siðfræði og skáldskaparlist Aristótelesar. Að auki er í bókinni birt ritgerð eftir Grím Thomsen um Aristóteles, en fyrri hluti ritgerðarinnar hefur þegar verið birtur í bókinni Hugsað með Platoni.

Blaðsíðufjöldi: 
216
Útgáfuár: 
2019
ISBN: 
978-9935-23-062-1
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201822
Stofnanir: 

Íslenskt lýðræði

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson
Verð: 
5900

Eftir hrun bankanna 2008 hefur verið kreppa í íslenskum stjórnmálum. Í lýðræðisumræðu hefur mikil áhersla verið lögð á að auka þátttöku borg­ aranna en minna hefur verið skoðað hvernig styrkja megi fulltrúalýð­ ræðið. Í þessari bók er kastljósinu beint að starfsháttum og stefnumótun í stjórnmálum í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis. Kannað er hvaða skilningur er ríkjandi á lýðræði hérlendis og hvernig hann birtist í stjórn­ siðum, hugmyndum um lýðræðislega ábyrgð, fjölmiðlun, menntunar­ áformum og pólitískri umræðu. Bæði er horft til þess hvað einkenndi íslenska stjórnarhætti í aðdraganda hrunsins og þær lýðræðistilraunir sem gerðar hafa verið eftir hrun. Færð eru rök fyrir því að brýnasta verk­ efnið sé að styrkja lýðræðislegar stofnanir og bæta stjórnsiði.

Í bókinni fléttast saman fræðileg sjónarhorn hugvísinda og félagsvís­ inda, heimspekileg hugtakagreining, sagnfræðileg rýni og empírískar athuganir. Þessi aðferð, ásamt því að skoða lýðræði út frá vinnubrögð­ um og stjórnsiðum fremur en þátttöku borgaranna, er nýmæli í rann­ sóknum á íslensku lýðræði eftir hrun. Niðurstöðurnar gætu nýst í mati á styrkleikum og veikleikum íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu, hvernig styrkja megi lýðræðislega innviði samfélagsins og rökræðustoðir stjórn­ málanna og efla lýðræðismenntun borgaranna.

Bókin er mikilvægt framlag til þess brýna verkefnis að bæta lýðræðis­ lega stjórnarhætti svo endurheimta megi traust á íslenskum stjórn­ málum og stofnunum lýðræðissamfélagsins.

 

Blaðsíðufjöldi: 
308
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-192-5
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201821
Stofnanir: 

The Moral Perspective

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Vilhjálmur Árnason
Verð: 
1990

Making moral decisions and settling ethical differences are two major and intertwined challenges of personal and professional life. In this book the author argues that adopting the moral perspective implies arriving at good decisions and dealing sensibly with disagreement through moral reasoning. He rejects moral subjectivism and shows how it is possible to provide and discuss reasons for ethical decisions by reference to moral goods and principles without lapsing into moral legalism.

Vilhjálmur Árnason is a professor of philosophy at the University of Iceland.

Blaðsíðufjöldi: 
104
Útgáfuár: 
2018
ISBN: 
978-9935-23-200-7
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201832
Stofnanir: 

Siðfræði og samfélag

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason
Verð: 
3900
Háskóli Íslands

í bókinni fjalla tólf höfundar um ýmis siðfræðileg álitamál samtímans. Greinarnar eru byggðar á fyrirlestrum sem haldnir voru í tilefni tuttugasta starfsárs Siðfræðistofnunar.

Umfjöllunarefnið er fjölbreytt. Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirsdóttir ræða tengsl siðfræði og samfélags og meta erindi siðfræðinnar við samtímann. Kristján Kristjánsson og Geir Sigurðsson bera austrænar hugmyndir um sjálf og siðferði saman við vestrænar hugmyndir. Ástríður Stefánsdóttir fjallar um ábyrgð einstaklinga og samfélags á offitu, Sigurður Kristinsson ræðir upplýst samþykki fyrir læknismeðferð og þátttöku í rannsóknum, og þau Stefán Hjörleifsson, Linn Getz og Vilhjálmur Árnason ræða samspil heilbrigðisvísinda við athygli sem siðfræðilegt hugtak og þau Jón Ólafsson og Salvör Nordal gera að umtalsefni skilning á umburðarlyndi og forsendur þess í frjálslyndu samfélagi.

Siðfræði og samfélag er fimmta bókin í ritröð Siðfræðistofnunar, Siðfræði og samtími.

Blaðsíðufjöldi: 
247
Útgáfuár: 
2011
ISBN: 
978-9979-54-895-9
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201132
Stofnanir: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is