Íslenska

Almanak Háskóla Íslands 2022

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson
Verð: 
2990

Út er komið Almanak fyrir Ísland 2022 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 186. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð.

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieining-ar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. Af nýju efni má nefna grein um útþenslu alheimsins og grein um lengingu dagsins eftir vetrarsólhvörf.

Á heimasíðu almanaksins (almanak.hi.is) geta menn fundið margs konar fróðleik til viðbótar, þar á meðal upplýsingar sem borist hafa eftir að almanakið fór í prentun. Á sölusíðu almanaksins (almanak.is) geta menn nálgast almanakið á rafrænu formi.

Háskólaútgáfan annast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala. Almanakið kemur nú út í 2300 eintökum, en auk þess eru prentuð 1200 eintök sem Hið íslenska þjóðvinafélag gefur út sem hluta af almanaki sínu með leyfi Háskólans.

Blaðsíðufjöldi: 
96
Útgáfuár: 
2021
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202200

Frá degi til dags - Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720–1920

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Davíð Ólafsson
Verð: 
5500

Þessi bók fjallar um eðli og umfang dagbókaritunar á Íslandi um tveggja alda skeið, frá 1720 til 1920. Hún byggist á safni dagbóka sem varðveitt er í Handritasafni Landsbókasafns Íslands. Hópur dagbókaritara - alls á þriðja hundrað einstaklingar - er margbreytilegur og dagbækurnar sjálfar eru mjög fjölbreyttar að formi og innihaldi. Þær spanna frá örfáum vikum til margra áratuga samfelldra skráninga og færslurnar eru frá örfáum orðum um veðurfar til langra tilfinningaþrunginna hugleiðinga.

Blaðsíðufjöldi: 
324
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-220-5
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201913

Elítur og valdakerfi á Íslandi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gunnar Helgi Kristinsson
Verð: 
5900

Elítum er oft stillt upp sem óvinum alþýðunnar í pólitískri orðræðu samtímans. Þeim er lýst sem þröngum hópum fólks sem ráði raðum sínum í pólitískum skúmaskotum á kostnað hins hreinlynda og óspillta almennings. Popúlistar, bæði á hægri og vinstri væng stjónmálanna, líta svo á að átakaflöturinn milli elíta og almennings sé sá sem mestu skiptir í nútímastjórnmálum.

En hvað er í raun vitað um elíturnar? Mynda þær samhentan kjarna sem stýrir samfélaginu á bakvið tjöldin eða samanstanda þær bara af fólki sem hefur náð góðum árangri á sínu sviði? Í þessari bók er þróun valdakerfanna á Íslandi rakin frá því á nítjándu öld og gögn birt um samsetningu og starfshætti elítuhópa á mismunandi sviðum samfélagsins. Aðferðafræðin tekur mið af norrænum elíturannsóknum en er löguð að íslenskum aðstæðum.

Niðurstöður höfundar benda til þess að íslenska valdakerfið hafi þróast frá ættarveldi á nítjándu öld til flokksræðis á þeirri tuttugustu en hins vegar megi á þeirri tuttugustu og fyrstu greina valdakerfi í mótun sem hafi aukin einkenni margræðis.

Höfundur bókarinnar er dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er höfundur fjölda bóka, bókakafla og tímaritsgreina um stjórnmál og stjórnmálafræði. Meðal sérsviða hans eru stjórnmálaflokkar, opinber stefnumótun og tengsl stjórnmála og stjórnsýslu.

Blaðsíðufjöldi: 
182
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-262-5
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202114

Málið er - Greinasafn 1980–2020

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Höskuldur Þráinsson
Verð: 
6900

Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 15. janúar 1946 og er því 75 ára þegar þetta greinasafn kemur út honum til heiðurs.

Málið er hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra er- inda eftir Höskuld. Auk þess hefur hann tekið saman inngang þar sem hann gerir grein fyrir skipulagi og efnistökum bókarinnar. Ritunartíminn spannar fjóra áratugi. Efnið er allt á íslensku og endurspeglar nokkur helstu rannsóknar- svið hans og hugðarefni, þ.e.a.s. hljóðkerfisfræði, bragfræði, setninga- fræði, málkunnáttufræði, samanburð íslensku og færeysku, málvöndun og málfræðikennslu. Bókin ætti að höfða til málfræðinga, íslenskukennara, háskólanema í íslensku og málvísindum og annarra fróðleiksfúsra lesenda.

Höskuldur lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1969, fyrrihlutaprófi í almennum málvísindum frá háskólanum í Kiel 1972, kandídatsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum 1979. Frá 1980 til 2016 var hann prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands en var í leyfi árin 1991– 1995 og gegndi þá stöðu gistiprófessors við Harvard. Árið 2008 var honum veitt viðurkenning Háskóla Íslands fyrir mikilsvert framlag til rannsókna og 2009 hlaut hann verðlaun úr Ásusjóði Vísindafélags Íslands. Hann hefur unnið ötullega að samstarfi málfræðinga, miðlun þekkingar og fræðslu jafnt til fræðimanna sem almennings. Meðal annars var hann í samtals 25 ár ritstjóri tímaritsins Íslenskt mál.

Blaðsíðufjöldi: 
522
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-249-6
Útgáfuform: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202031

Langt að komnar - Sögur kvenna frá Mið – Ameríku

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Hólmfríður Garðarsdóttir
Verð: 
4950
Í bókinni Langt að komnar er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og þótt þær séu fjölbreyttar að efni og stíl hverfast þær flestar um samskipti kynjanna, stéttskiptingu og valdatengsl. Sögupersónur verkanna eru í senn kunnuglegar og framandi í viðleitni sinni til að takast á við hversdagsleg álitamál. Þær ígrunda aðstæður sínar og varpa ljósi á samfélögin sem meitla þær.


Með skrifum sínum opna höfundarnir aðgang að sérstökum reynsluheimi sem ekki hefur áður komið fyrir augu íslenskra lesenda. Safnritið sem hér fylgir má því skilja sem tilraun til brúarsmíði milli fjarlægra menningarheima og kynningu á athyglisverðu bókmenntaframlagi kvenna frá löndum Mið-Ameríku. Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, ritstýrir verkinu og skrifar inngang. Halldóra S. Gunnlaugsdóttir ritar kynningarkafla um höfunda og þær Halldóra og Hólmfríður, ásamt Sigríði Elísu Eggertsdóttur, eiga veg og vanda að þýðingunum.

Blaðsíðufjöldi: 
260
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-253-3
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202104

Rannsóknir í heimspeki

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ludwig Wittgenstein
Verð: 
5900

Rannsóknir í heimspeki eftir austurríska heimspekinginn Ludwig Wittgenstein (1889–1951) kom fyrst út ásamt enskri þýðingu árið 1953 og var strax talið eitt allra merkasta heimspekirit 20. aldar. Wittgenstein var ástríðufullur hugsuður, gæddur miklum persónutöfrum, en var mörgum samtíðarmönnum hálfgerð ráðgáta.

Djúpstæð greining hans á tungumálinu og tengslum þess við mannshugann og umheiminn er leiðarstefið í þessu höfuðriti hans. Þýðandinn, Jóhann Hauksson, hefur unnið að þýðingu ritsins um þriggja áratuga skeið.

 

Blaðsíðufjöldi: 
300
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-206-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201836

Andvari 2021

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ármann Jakobsson
Verð: 
3900

Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar prófessors í Edinborg. Höfundur er Torfi H. Tulinius, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Torfi fjallar þar rækilega um helstu verk Hermanns á sviði norrænna fræða en hann var mikilvirkur fræðimaður og þýðandi.  

Í Andvara er að þessu sinni minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er 150 ára í ár og af því tilefni hefur Arnór Gunnar Gunnarssont sagnfræðingur tekið saman grein um síðustu 50 árin í sögu félagsins. Einnig ritar Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar grein í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá heimkomu handritanna til Íslands. 

Aðrar greinar í heftinu eru eftir fræðimennina Birnu Bjarnadóttur, Hauk Ingvarsson, Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur, Kristínu Ingvarsdóttur, Guðrúnu Steinþórsdóttur, Hannes Pétursson, Svein Einarsson og Sigrúnu Júlíusdóttur.  

Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson. Þetta er 146. árgangur Andvara en hinn 63. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 217 síður. Aðsetur ritsins eru nú hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.  

Blaðsíðufjöldi: 
216
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
977-0258-377-01-45
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202110

Á fjarlægum ströndum – Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir
Verð: 
6900

Á fjarlægum ströndum er safn greina eftir fjórtán höfunda. Víða er komið við í samskiptasögu landanna og má finna margt forvitnilegt sem hefur tengt löndin allt fram á okkar daga. Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson fjalla um ferðir Íslendinga um Jakobsveginn fyrr og síðar, en við sögu koma m.a. Hrafn Sveinbjarnarson og Thor Vilhjálmsson. Már Jónsson segir frá hvalveiðum Spánverja við strendur Íslands á 17. öld og Baskavígunum svokölluðu og Ragnheiður Mósesdóttir rekur samskipti íslenskrar konu og spænsk hvalfangara sem kom til Íslands á þeim tíma. Stefán Svavarsson tekur fyrir viðskipti með saltfisk og vín og Róbert Sigurðarson gerir grein fyrir þátttöku Íslendinga í spænsku borgarastyrjöldinni. Þórarinn Sigurbergsson segir frá íslenskum tónlistarmönnum sem hafa farið til Spánar í gítarnám og Erla Erlendsdóttir og Karl Jóhannsson taka saman yfirlit um upphaf sólarlandaferða Íslendinga. Kristín Guðrún Jónsdóttir rekur sögu spænskra bókmenntaverka sem hafa verið þýdd á íslensku og Enrique Bernárdez, helsti þýðandi íslenskra bókmennta á spænsku, segir frá þýðingum íslenskra bókmenntaverka á spænsku. Núria Frías fylgir úr hlaði með skrá yfir þessi þýddu verk. Sigrún Á. Eiríksdóttir gerir sögu spænskukennslu á Íslandi skil og Erla fjallar um spænsk tökuorð í íslensku og íslensk tökuorð í spænsku. Matthew Driscoll greinir frá merkum spænskum handritum í safni Árna Magnússonar; einnig er sagt frá íslenskum handritum sem geyma sögur af landafundum Spánverja í Vesturheimi.

Í bókarlok eru minningarbrot Íslendinga sem hafa dvalið lengri eða skemmri tíma á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar og Spánverja sem hafa búið á Íslandi til lengri tíma.

Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. 

Blaðsíðufjöldi: 
422
Útgáfuár: 
2021
ISBN: 
978-9935-23-248-9
Útgáfuform: 
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U202027

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is