Háskóli Íslands

Gátlisti fyrir markaðs- og kynningarmál Háskólaútgáfunnar

 • Fundað með aðstandendum bókar; höfundum, ritstjórum eða fjárhagslega ábyrgum aðilum um markhóp viðkomandi bókar.
 • Halda utan um forsölu ef við á.
 • Fara yfir fjölmiðlalandslagið með aðstandendum bókar og komist að því hvaða þættir (útvarp og sjónvarp), blaðamenn, bloggarar eða hlaðvörp o.s.frv. henta til kynningar.
 • Kynningareintök send. Yfirleitt 10-15 stk. á ofangreinda. Stóru miðlarnir fá allt í öllum tilfellum.
 • Kynning innan HÍ í samstarfi við viðkomandi stofnun, höfunda, ritstjóra og samskiptasvið HÍ, eftir því sem við á.
 • Ráðgjöf, sala og/eða utanumhald á útgáfuhófum.
 • Kynning í Bókatíðindum.
 • Sjá til þess að viðeigandi bækur séu lagðar fram til tilnefninga til verðlauna.
 • Auglýsingaherferð á Facebook þar sem skrifstofustjóri Háskólaútgáfunnar velur markhópa. Herferðin stendur yfir í tvær vikur og kostar 10.000 kr.
 • Deila viðtölum og umfjöllunum um bækur á Facebook síðu Háskólaútgáfunnar.
 • Dreifa í allar helstu bókabúðir landsins og halda góðu sambandi við bóksala og fylgja eftir að bækur séu sýnilegar í bókabúðum.
 • Framkvæmd og sala á bókum á viðeigandi viðburðum s.s. málþingum, ráðstefnum eða hverju sem við á.
 • Kynning á titlum og höfundum á Bókamessu Félags íslenskra bókaútgefenda í Hörpu í nóvember ár hvert.
 • Kaup á auglýsingum í fjölmiðlum eftir því sem við á.
 • Sala og utanumhald á bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda, eftir því sem við á.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is