Háskóli Íslands

Leit

Leitar í titlum og höfundum
 • Almanak Háskóla Íslands 2022
  Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson
  Út er komið Almanak fyrir Ísland 2022 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 186. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum... Nánar...
 • Frá degi til dags - Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720–1920
  Davíð Ólafsson
  Þessi bók fjallar um eðli og umfang dagbókaritunar á Íslandi um tveggja alda skeið, frá 1720 til 1920. Hún byggist á safni dagbóka sem varðveitt er í Handritasafni Landsbókasafns Íslands. Hópur dagbókaritara - alls á þriðja hundrað einstaklingar - er margbreytilegur og dagbækurnar sjálfar eru mjög fjölbreyttar að formi og innihaldi. Þær spanna frá örfáum vikum til margra áratuga samfelldra... Nánar...
 • Elítur og valdakerfi á Íslandi
  Gunnar Helgi Kristinsson
  Elítum er oft stillt upp sem óvinum alþýðunnar í pólitískri orðræðu samtímans. Þeim er lýst sem þröngum hópum fólks sem ráði raðum sínum í pólitískum skúmaskotum á kostnað hins hreinlynda og óspillta almennings. Popúlistar, bæði á hægri og vinstri væng stjónmálanna, líta svo á að átakaflöturinn milli elíta og almennings sé sá sem mestu skiptir í nútímastjórnmálum. En hvað er í raun vitað um... Nánar...
 • Málið er - Greinasafn 1980–2020
  Höskuldur Þráinsson
  Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 15. janúar 1946 og er því 75 ára þegar þetta greinasafn kemur út honum til heiðurs. Málið er hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra er- inda eftir Höskuld. Auk þess hefur hann tekið saman inngang þar sem hann gerir grein fyrir skipulagi og efnistökum bókarinnar. Ritunartíminn spannar fjóra... Nánar...
 • Orð og tunga 23
  Helga Hilmisdóttir
 • Langt að komnar - Sögur kvenna frá Mið – Ameríku
  Hólmfríður Garðarsdóttir
  Í bókinni Langt að komnar er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og þótt þær séu fjölbreyttar að efni og stíl hverfast þær flestar um samskipti kynjanna, stéttskiptingu og valdatengsl. Sögupersónur verkanna eru í... Nánar...
 • Birgir Andrésson - Í íslenskum litum
  Þröstur Helgason
 • Rannsóknir í heimspeki
  Ludwig Wittgenstein
  Rannsóknir í heimspeki eftir austurríska heimspekinginn Ludwig Wittgenstein (1889–1951) kom fyrst út ásamt enskri þýðingu árið 1953 og var strax talið eitt allra merkasta heimspekirit 20. aldar. Wittgenstein var ástríðufullur hugsuður, gæddur miklum persónutöfrum, en var mörgum samtíðarmönnum hálfgerð ráðgáta. Djúpstæð greining hans á tungumálinu og tengslum þess við... Nánar...
 • Andvari 2021
  Ármann Jakobsson
  Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar prófessors í Edinborg. Höfundur er Torfi H. Tulinius, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Torfi fjallar þar rækilega um helstu verk Hermanns á sviði norrænna fræða en hann var mikilvirkur fræðimaður og þýðandi.   Í Andvara er að þessu sinni minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er 150 ára í ár og af því tilefni hefur... Nánar...
 • Á fjarlægum ströndum – Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás
  Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir
  Á fjarlægum ströndum er safn greina eftir fjórtán höfunda. Víða er komið við í samskiptasögu landanna og má finna margt forvitnilegt sem hefur tengt löndin allt fram á okkar daga. Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson fjalla um ferðir Íslendinga um Jakobsveginn fyrr og síðar, en við sögu koma m.a. Hrafn Sveinbjarnarson og Thor Vilhjálmsson. Már Jónsson segir frá hvalveiðum Spánverja við... Nánar...

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is