Háskóli Íslands

Leit

Leitar í titlum og höfundum
 • Andvari 2021
  Ármann Jakobsson
  Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar prófessors í Edinborg. Höfundur er Torfi H. Tulinius, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Torfi fjallar þar rækilega um helstu verk Hermanns á sviði norrænna fræða en hann var mikilvirkur fræðimaður og þýðandi.   Í Andvara er að þessu sinni minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er 150 ára í ár og af því tilefni hefur... Nánar...
 • Á fjarlægum ströndum – tengsl Spánar og íslands í tímans rás
  Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir
  Á fjarlægum ströndum er safn greina eftir fjórtán höfunda. Víða er komið við í samskiptasögu landanna og má finna margt forvitnilegt sem hefur tengt löndin allt fram á okkar daga. Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson fjalla um ferðir Íslendinga um Jakobsveginn fyrr og síðar, en við sögu koma m.a. Hrafn Sveinbjarnarson og Thor Vilhjálmsson. Már Jónsson segir frá hvalveiðum Spánverja við... Nánar...
 • Fléttur V – #MeToo
  Elín Björk Jóhannsdóttir, Kritín I. Pálsdóttir, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
  Fimmta hefti ritraðar RIKK er tileinkað #MeToo og baráttu kvenna gegn áreitni og ofbeldi. Í bókinni nálgast höfundar efnið frá fjölbreytilegu sjónarhorni. #MeToo er sett í sögulegt samhengi innan kvennahreyfingarinnar. Fjallað er um hvernig ótti kvenna við kynferðisofbeldi birtist í íslenskum bókmenntum. Frásagnir kvenna sem störfuðu sem ráðskonur á síðari hluta 20. aldar af... Nánar...
 • Mobility and Transnational Iceland
  Kristín Loftsdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson
  Iceland has increasingly been tangled in a dense network of various mobilities, leading to the growing transnational character of Icelandic society. This means that Iceland is involved in and affected by different forms of exchange and flows of ideas, capital, objects and people: emigration, immigration; involving foreign workers, refugees, human trafficking, business trips, educational and... Nánar...
 • Kynþáttafordómar – í stuttu máli
  Kristín Loftsdóttir
  Ekki er langt síðan margir héldu því fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum að kynþáttafordómar heyrðu nú sögunni til. Pólitískar sviptingar og uppgangur popúlistaflokka á síðastliðnum árum hafa aftur á móti dregið slíka fordóma aftur fram í dagsljósið sem eitt af stóru viðfangsefnum samtímans. Á Íslandi vaknar reglulega umræða um fordóma af þessu tagi, þeir eru jafnan fordæmdir en einnig velta menn... Nánar...
 • Vá! Ritgerðir um fagurfræði náttúrunnar
  Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
  Hvers vegna segjum við: ,,Vá!" frammi fyrir ægifögru landslagi? Hvað meinum við með því? Við erum sammála um að upplífun af náttúrufegurð hefur ótvírætt gildi fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir samfélgaið í heild en hvernig getum við rætt um slíka upplifun og þar með rökstutt verndun náttúrufegurðar? Í þeim ritgerðum sem hér er að finna er leitast við að svara spurningum sem þessum með... Nánar...
 • Rannsóknir í viðskiptafræði I
  Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson
  Viðskiptafræði er fjölbreytt fræðigrein innan félagsvísinda með margvísleg tengsl við aðrar greinar. Þessi bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, hefur að geyma niðurstöður ólíkra rannsókna sem endurspegla margbreytileika fræðigreinarinnar. Lesendur fá innsýn í viðamikinn fræðaheim sem spannar meðal annars nýsköpun, opinbera stjórnsýslu, mannauðsstjórnun,... Nánar...
 • Hvílíkt torf – Tóm steypa! Úr torfhúsum í steypuhús
  Hjörleifur Stefánsson
  Bókin Hvílíkt torf – tóm steypa! fjallar um þá byltingu í húsagerð sem varð þegar Íslendingar yfirgáfu torfbæinn og tóku að byggja úr steinsteypu. Árið 1900 var efnt til mikillar rannsóknar sem átti að leiða til niðurstöðu um hvernig byggja ætti í framtíðinni. Upplýsingum um byggingarhætti um land allt var safnað. Heimildir byggingarrannsóknarinnar er aðaluppistaða bókarinnar og veita þær... Nánar...
 • Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2021
  Þorsteinn Sæmundsson, Gunnlaugur Björnsson og Jón Árni Friðjónsson
  Almanak hins íslenska þjóðvinafélags byggir á Almanaki fyrir Ísland 2021 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 147. árgangur ritsins. Þorsteinn Sæmunds­son stjörnufræð­ing­ur og Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísind­a­stofnun Háskólans hafa samið og reiknað almanakið en Jón Árni Friðjónsson ritstýrir árbók fyrir árið 2019. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar... Nánar...
 • Gleymið ekki að endurnýja - saga Happdrættis Háskóla Íslands
  Stefán Pálsson
  Fyrsti útdráttur Happdrættis Háskóla Íslands fór fram í Iðnó þann 10. mars árið 1934 að viðstöddu fjölmenni. Á undraskjótum tíma urðu miðakaup í Háskólahappdrættinu fastur liður í heimilishaldi stórs hluta Íslendinga, sem gerðu sér ferð í hverjum mánuði til umboðsmanns síns til að endurnýja. Háskólahappdrættið hefur fylgt þjóðinni upp frá þessu og staðið straum af byggingu og viðhaldi alls... Nánar...

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is