Háskóli Íslands

Ritið: 1/2006 - Framúrstefna - Tímarit Hugvísindastofnunar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Ólafur Rastrick ritstjórar
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands

Ástráður Eysteinsson fjallar um tengsl módernismans og framúrstefnunnar með sérstakri skírskotun til verka Kafka. Tengsl Íslands og hinnar sögulegu framúrstefnu eru til umfjöllunar hjá Hubert van den Berg sem gerir grein fyrir tengslum Jóns Stefánssonar og Finns Jónssonar við evrópsku framúrstefnuna og Benedikt Hjartarson færir rök fyrir því að evrópska framúrstefnan hafi haft mótandi áhrif á orðræðuna um íslenska menningu á millistríðsárunum. Þá fjallar Sascha Bru um samband framúrstefnu og stjórnmála og Tania Ørum gerir grein fyrir vandamálum í hugtakanotkun við umfjöllun um framúrstefnuna. Staða okkar gagnvart listinni, fortíðinni og framúrstefnunni er viðfangsefni Halldórs Björns Runólfssonar og Geir Svansson fæst við textagerð Megasar og samband hennar við bókmenntaumræðuna. Þýðingarnar í heftinu eru á tveimur lykiltextum um framúrstefnuna eftir þá Peter Bürger og Hal Foster, en þessir höfundar hafa haft mikil áhrif á umfjöllun um róttækar listastefnur tuttugustu aldar. 

Auk hins fræðilega efnis birtast í Ritinu ljóðaþýðingar og myndverk sem tengjast framúrstefnunni. Annars vegar eru það þýðingar fimm ljóða eftir frumkvöðla framúrstefnunnar í Evrópu frá öðrum áratug tuttugustu aldar sem Franz Gíslason þýddi og endurorti, en hann lauk því verki skömmu fyrir andlát sitt í apríl síðast liðnum. Þorsteinn Þorsteinsson fylgir þýðingunum úr hlaði. Hins vegar birtast í heftinu myndverk þriggja íslenskra listamanna sem hafa sterka skírskotun til nýframúrstefnunnar hér á landi, þau Dag Sigurðarson, Megas og Rósku. 

Auk texta um framúrstefnu tekur Gauti Kristmannsson upp þráðinn um íslenska málpólitík og svarar grein Kristjáns Árnasonar sem birtist í öðru hefti Ritsins 2005. 

Ritstjórar eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Ólafur Rastrick. 

Hægt er að gerast áskrifandi að Ritinu á vefsíðu þess: www.hugvis.hi.is/ritid

Blaðsíðufjöldi: 
283
Útgáfuár: 
2006
ISBN: 
9979-54-734-1
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200650
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is