Háskóli Íslands

Ritið 2/2008 Hlýnun jarðar

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Ritstj Björn Þorsteinsson/Gauti Kristmansson
Verð: 
ISK 2800 - Kilja
Háskóli Íslands

Nú eftir hrun fjármálakerfisins gætu sumir talið það „lúxusvandamál“ að hugsa um hlýnun jarðar, en því fer fjarri. Halda má því fram með góðum rökum að sami hugsunarháttur sjálfsmiðaðrar eigingirni og hentistefnu og einkenndi efnahagsstefnu nýfrjálshyggjunnar liggi að baki þeim efasemdum sem látnar hafa verið í ljósi um hlýnun jarðar. Enda er það staðreynd að margir þeirra hugsuða og fræðinga sem komu bæði þjóðum veraldar og Íslendingum á heljarþröm eru einnig í fararbroddi þeirra sem andmælt hafa vísindalegum niðurstöðum fræðasamfélagsins. Vísindamenn vara okkur nú eindregið við að tími til aðgerða sé orðinn afar naumur, eigi börn okkar og barnabörn ekki að þurfa að þola meiri sviptingar í náttúrunni en þekkst hafa í manna minnum. Þema Ritsins að þessu sinni tekur mið af þessu. Í heftinu setja virtir íslenskir raunvísindamenn fram niðurstöður sínar um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Þar að auki taka innlendir og erlendir fræðimenn til greiningar þá furðulegu orðræðu sem „afneitunariðnaðurinn“ gat af sér og helst má rekja til frjálshyggjumanna og áhrifa þeirra á fjölmiðla. Höfundar greina um hlýnun jarðar eru George Monbiot, Guðni Elísson, Halldór Björnsson og Tómas Jóhannesson, Snorri Baldursson og Þorsteinn Vilhjálmsson.

Í þessu hefti Ritsins má einnig finna greinar um ýmis önnur efni, svo sem tjáningarfrelsi, túlkunarfræði og fornleifafræði auk myndaþáttar eftir Odd Sigurðsson sem tengist þema heftisins. Höfundar þessara greina eru Markus Meckl, Stefán Snævarr og Steinunn Kristjánsdóttir.

Ritið er tímarit Hugvísindastofnunar. Ritstjórar árgangs 2008 eru Björn Þorsteinsson og Gauti Kristmannsson.

Blaðsíðufjöldi: 
206
Útgáfuár: 
2008
ISBN: 
978-9979-54-819-5
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200857
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is