Háskóli Íslands

Teaching and Learning English in Iceland

Verð: 
ISK 3900 - Paperback
Háskóli Íslands

In Honour of Auður Torfadóttir 

Mikið er rætt um stöðu enskunnar í þjóðfélaginu um þessar mundir og hvort nota eigi ensku jöfnum höndum eða jafnvel í stað íslenskunnar. Í því ljósi er vert að staldra við og velta fyrir sér hver sé raunveruleg staða enskunnar á Íslandi? Er hún erlent mál eða annað mál eða ef til vill eitthvað þar á milli? Yfirfærist ritunarhæfni milli móðumáls og enskunnar eða öfugt? Er upplýsingatæknin að breyta tungumálakennslunni? Hvernig þarf að mennta kennara til þess að þeir geti búið ungt fólk undir að standast kröfur um alhliða færni í ensku? Fallað er um þessi efni og fjölmörg önnur tengd enskukennslu í nýútkominni bók: Teaching and Learning English in Iceland. In Honour of Auður Torfadóttir. 

Bókin er safn greina um nýjar rannsóknir á ensku á Íslandi. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar og ætti því að vera mikill fengur fyrir allt áhugafólk um ensku og enskukennslu en á einnig erindi til allra þeirra sem hafa á huga á tungumálum og tungumálakennslu almennt. Fyrir tungumálakennara og tungumálanema er þetta bók sem lengi hefur verið beðið eftir. 

Ritstjórar eru Birna Arnbjörnsdóttir dósent í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála og Hafdís Ingvarsdóttir dósent í menntunarfræði með kennslu erlendra mála sem sérsvið. 

Blaðsíðufjöldi: 
349
Útgáfuár: 
2007
ISBN: 
978-9979-54-766-2
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200726
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is