Háskóli Íslands

Tungumál ljúka upp heimum - Orð handa Vigdísi

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
2010
Verð: 
ISK 3500 - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands

Bókin Tungumál ljúka upp heimum hefur að geyma texta eftir 27 íslenska rithöfunda. Textarnir eru skrifaðir handa Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni áttatíu ára afmælis hennar hinn 15. apríl og þess að í ár eru liðin 30 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Með skrifum sínum vilja þeir leggja Vigdísi lið í baráttu hennar fyrir því að Alþjóðleg tungumálamiðstöð geti orðið að veruleika. Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem á verk í bókinni, færði Vigdísi fyrsta eintakið að gjöf á Evrópska tungumáladeginum 26. september 2010 en Prentsmiðjan Oddi gaf umbrot bókarinnar og prentun fimm tölusettra eintaka. Bókin inniheldur sýn íslensku skáldanna á tungumál og tungumálaþekkingu og er þeim sem bera hag tungumála fyrir brjósti mikill innblástur. Nú hafa verið prentuð 500 eintök af bókinni og rennur ágóði af sölu bókarinnar til Alþjóðlegu tungumálamiðstöðvarinnar sem fyrirhugað er að reisa á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu.

Blaðsíðufjöldi: 
102
Útgáfuár: 
2010
ISBN: 
978 9979 554 897 3
Efnisorð: 
Tungumál: 
Verknúmer: 
U201023
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is