Háskóli Íslands

Vísindabyltingin

Höfundur/-ar/Ritstjóri/-ar: 
Andri Steinþór Björnsson
Verð: 
ISK 4490 - USD - Kilja//ISK 5900 - USD - Harðspjaldabók
Háskóli Íslands

og rætur hennar í fornöld og á miðöldum

Eftir því sem
vísindakenningar og aðferðir vísinda verða flóknari og sérhæfðari verður
sífellt erfiðara fyrir venjulegt fólk að skilja þær og jafnvel átta sig
á því hvað vísindi eru. Í þessari bók tekst Andri Steinþór Björnsson á
við áleitnar spurningar með því að líta til sögu vísinda.

Hvað eru vísindi og hvernig urðu þau til?

Hvernig fengu vísindi núverandi stöðu sína í vestrænum samfélögum?

Hvað fólst í vísindabyltingunni á 16. og 17. öld?

Og hvernig gerbreytti hún heimsmynd Vesturlanda?

Vísindabyltingin
á 16. og 17. öld var eitthvert afdrifaríkasta tímabil í
veraldarsögunni. Á þessum tíma náðu vísindi loksins fótfestu í vestrænum
samfélögum og gjörbreyttu þeim um leið. Bylting varð á mörgum greinum
vísinda sem stundaðar höfðu verið frá því í fornöld, og nýjar
vísindagreinar urðu til. Sjálf heimsmynd manna breyttist við að nýjar
hugmyndir komu fram, einkum sólmiðjukenningin. Þessi bók fjallar um
vísindabyltinguna, og rætur hennar í fornöld, á miðöldum og á
endurreisnartímanum. Bókin er ætluð almennum lesendum, og er umfjöllunin
skýr og skemmtileg, án þess þó að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Andri
Steinþór Björnsson hefur kennt vísindasögu og vísindaheimspeki við
Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hann hefur einnig stýrt þáttum
um vísindi í Ríkisútvarpinu. Hann er einn af ritstjórum bókarinnar Er vit í vísindum? Sex fyrirlestrar um vísindahyggju og vísindatrú sem kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 1996. 

Blaðsíðufjöldi: 
379
Útgáfuár: 
2004
ISBN: 
9979-54-606-9//9979-54-632-8
Tungumál: 
Verknúmer: 
U200452k//U200452
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is